Gefur út nýjan smell á afmælisdaginn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Unni Eggertsdóttur er margt til lista lagt. Er hún til að mynda hörkudansari en nýja lagið heitir einmitt Dansa til að gleyma þér. Fréttablaðið/Valli „Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“ Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira