Tússaði á bíla en var aldrei kærð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2014 12:06 "Ég var aldrei kærð. Það var mjög ljótt af honum að gera þetta,“ segir Ásgerður Jóna. vísir/anton brink/gva Fyrirtaka í máli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, á hendur Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kröfur Ásgerðar eru í fimm liðum, en hún krefst meðal annars að ummæli um hana sem birtust í DV í júlí 2013 verði dæmd dauð og ómerk. Fullyrt var í DV að Ásgerður Jóna hefði verið kærð fyrir eignaspjöll og fyrir að hafa tússað á bíla, en það kom fram í máli viðmælanda dagblaðsins og rataði bæði á forsíðu og baksíðu blaðsins. Málið var þó aldrei kært til lögreglu með formlegum hætti og var rannsókn hætt í lok júlí 2013. Um var að ræða tilkynningu, ekki kæru. Fréttin var leiðrétt í DV í janúar síðastliðnum. Í greinargerð lögmanns Reynis kemur þó fram að um hafi verið að ræða kæru „þrátt fyrir að lögregla kveðjist nú hafa meðhöndlað hana sem tilkynningu“. Hugtakið kæra sé víðtækt orð í íslensku máli og að Reynir skuli því ekki vera dæmdur til að þola ómerkingu og greiðslu miskabóta fyrir að nota ekki þrengsta skilning hugtaksins.Allar aðrar aðferðir árangurslausar Í stefnunni segir að Ásgerður hafi verið orðin langþreytt á að nágranni hennar lagði bifreiðum sínum ítrekað og endurtekið í einkabílastæði sem tilheyrir fasteign hennar. Hún hafi því skrifað orðið „einkabílastæði“ með tússpenna á rúðu bifreiðarinnar „þegar aðrar aðferðir höfðu reynst árangurslausar, en tússlitinn mátti auðveldlega þrífa af með vatni,“ segir orðrétt í stefnunni. Jafnframt segir að Reynir hafi ekki látið það sig varða „enda virðist eini tilgangurinn með fréttinni hafa verið sá að meiða æru stefnanda.“ Ásgerður Jóna segist í samtali við Vísi fúslega viðurkenna að hafa tússað á rúðuna. „Ég var aldrei kærð. Það var mjög ljótt af honum (innsk: Reyni) að gera þetta. Ég hringdi í hann og bað hann um að laga,“ segir Ásgerður en henni varð ekki að ósk sinni. Sárast finnist henni að Fjölskylduhjálpin sé dregin í svaðið með ummælum sem þessum.„Lágmark að fá fyrir málskostnaði“ Ásgerður rifjar upp að hún hafi áður unnið meiðyrðamál fyrir dómstólum. Þá hafi hún hins vegar fengið 250 þúsund krónur í bætur en lögfræðikostnaður var um 1250 þúsund krónur. „Það er eins og það sé ekkert samband milli þess hvað lögfræðingar taka fyrir og hvað fólk fær í bætur. Það er lágmark að fá fyrir málskostnaðinum. Þetta er ástæðan fyrir því að fólk fer ekki í mál. Maður þarf að taka lán til þess,“ segir Ásgerður. Hún þurfi hins vegar að huga að mannorði sínu. Ásgerður krefst þess að Reynir verði dæmdur til að greiða sér eina milljón króna í miskabætur ásamt því að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt í DV, eigi síðar en 15 dögum eftir dómsuppsögu. Sé það ekki gert sé Reyni gert að greiða henni 50 þúsund krónur fyrir hvern dag sem líður umfram áður greindan frest. Ákveðin var aðalmeðferð fyrir fyrirtökuna í dag, en hún fer fram 16. febrúar næstkomandi. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Fyrirtaka í máli Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar, á hendur Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kröfur Ásgerðar eru í fimm liðum, en hún krefst meðal annars að ummæli um hana sem birtust í DV í júlí 2013 verði dæmd dauð og ómerk. Fullyrt var í DV að Ásgerður Jóna hefði verið kærð fyrir eignaspjöll og fyrir að hafa tússað á bíla, en það kom fram í máli viðmælanda dagblaðsins og rataði bæði á forsíðu og baksíðu blaðsins. Málið var þó aldrei kært til lögreglu með formlegum hætti og var rannsókn hætt í lok júlí 2013. Um var að ræða tilkynningu, ekki kæru. Fréttin var leiðrétt í DV í janúar síðastliðnum. Í greinargerð lögmanns Reynis kemur þó fram að um hafi verið að ræða kæru „þrátt fyrir að lögregla kveðjist nú hafa meðhöndlað hana sem tilkynningu“. Hugtakið kæra sé víðtækt orð í íslensku máli og að Reynir skuli því ekki vera dæmdur til að þola ómerkingu og greiðslu miskabóta fyrir að nota ekki þrengsta skilning hugtaksins.Allar aðrar aðferðir árangurslausar Í stefnunni segir að Ásgerður hafi verið orðin langþreytt á að nágranni hennar lagði bifreiðum sínum ítrekað og endurtekið í einkabílastæði sem tilheyrir fasteign hennar. Hún hafi því skrifað orðið „einkabílastæði“ með tússpenna á rúðu bifreiðarinnar „þegar aðrar aðferðir höfðu reynst árangurslausar, en tússlitinn mátti auðveldlega þrífa af með vatni,“ segir orðrétt í stefnunni. Jafnframt segir að Reynir hafi ekki látið það sig varða „enda virðist eini tilgangurinn með fréttinni hafa verið sá að meiða æru stefnanda.“ Ásgerður Jóna segist í samtali við Vísi fúslega viðurkenna að hafa tússað á rúðuna. „Ég var aldrei kærð. Það var mjög ljótt af honum (innsk: Reyni) að gera þetta. Ég hringdi í hann og bað hann um að laga,“ segir Ásgerður en henni varð ekki að ósk sinni. Sárast finnist henni að Fjölskylduhjálpin sé dregin í svaðið með ummælum sem þessum.„Lágmark að fá fyrir málskostnaði“ Ásgerður rifjar upp að hún hafi áður unnið meiðyrðamál fyrir dómstólum. Þá hafi hún hins vegar fengið 250 þúsund krónur í bætur en lögfræðikostnaður var um 1250 þúsund krónur. „Það er eins og það sé ekkert samband milli þess hvað lögfræðingar taka fyrir og hvað fólk fær í bætur. Það er lágmark að fá fyrir málskostnaðinum. Þetta er ástæðan fyrir því að fólk fer ekki í mál. Maður þarf að taka lán til þess,“ segir Ásgerður. Hún þurfi hins vegar að huga að mannorði sínu. Ásgerður krefst þess að Reynir verði dæmdur til að greiða sér eina milljón króna í miskabætur ásamt því að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt í DV, eigi síðar en 15 dögum eftir dómsuppsögu. Sé það ekki gert sé Reyni gert að greiða henni 50 þúsund krónur fyrir hvern dag sem líður umfram áður greindan frest. Ákveðin var aðalmeðferð fyrir fyrirtökuna í dag, en hún fer fram 16. febrúar næstkomandi.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira