Innlent

Hvattir til að fara á klósettið áður en farið er út

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Gullfossi.
Frá Gullfossi. Vísir/Pjetur
Ferðamönnum mun líða mun betur yfir daginn ef þeir ganga örna sinn áður en lagt er af stað að skoða Ísland. Þetta eru skilaboð til ferðamann sem birtast í grein á vefnum Totaliceland.com.

Þar segir að einhverjir heimamenn hafi áttað sig á því hvers vegna Gullni hringurinn beri það nafn.

„Allir pissa svo gott sem allsstaðar.“

Í greinin er fjallað um þá gífurlegu aukningu sem hefur verið í fjölda ferðamanna til Íslands í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Að enginn hafi gert sér grein fyrir því að þetta myndi gerast og að uppbygging innviða eins og klósettaðstæðna og vegagerð, hafi ekki verið nægileg.

„Vegir eru að detta í sundur vegna aukinnar umferðar, minnstu pláss eru uppfull af erlendum verkamönnum sem vinna við byggingu mis hræðilegra hótela þar sem framboð heldur ekki í við eftirspurn. Gráðugir landeigendur rukka óhemju mikið fyrir aðgang að landi þeirra, gegn lögum og án þess að koma til móts við ferðamenn. Við þetta bætist stór galli stjórnmálamanna, sem er skortur á framtíðarsýn,“ segir í greininni.

Þá segir að á eingöngu einum stað hafi stjórnvöld komið til móts við þörf ferðamanna að létta á sér. Nýmóðins klósettaðstaða hafi verið byggð við Hakið á Þingvöllum árið 2011, með 18 klósettbásum. Það sé hinsvegar nú þétt setið af ferðamönnum allan sólarhringinn.

„Við Geysi og Gullfoss finnast einu klósettin á svæðinu í nærliggjandi verslunum og veitingastöðum og þar eru iðulega fleiri ferðamenn en þeir sem eru að skoða sig um.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×