Davíð Þór: Óli fær að lyfta bikarnum í friði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 16:45 Davíð stýrir umferðinni á miðju FH-inga. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32
Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05
Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26