Davíð Þór: Óli fær að lyfta bikarnum í friði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 16:45 Davíð stýrir umferðinni á miðju FH-inga. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32
Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05
Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti