Heimir heldur að sér spilunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 14:30 Vísir/Stefán Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í ótrúlegum uppgangi FH í íslenskri knattspyrnu en hann fær tækifæri á morgun til að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með félaginu. Titlana hefur hann unnið sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og nú þjálfari. Þar að auki þekkir hann tilfinninguna að fara í úrslitaleik sem þennan gegn Stjörnunni á morgun. Heimir var leikmaður KR í frægum úrslitaleik gegn ÍA í lokaumferð Íslandsmótsins árið 1996. Heimir ræddi við Vísi fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær og valdi orð sín vandlega í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann hafi verið byrjaður að hugsa um leikinn gegn Stjörnunni áður en þessi vika rann upp. „Mikilvægast fyrir okkur er að koma út í leikinn og spila okkar leik. Við verðum að halda okkur við það sem við erum góðir í - og sleppa því sem við erum ekki góðir í,“ sagði Heimir. „Við byrjum á því og svo þegar líður á leikinn þá þurfum við að aðlagast honum.“ Hann hrósaði báðum liðum og sagði þau vera bæði með öfluga leikmenn, gott skipulag og mikið sjálfstraust. „Stjarnan hefur verið afar öflug það sem af er sumri. Ég held að þetta verði úrslitaleikur sem fólk vilji sjá.“ Heimir á von á markaleik. „Bæði lið eru sóknarþenkjandi og með öfluga sóknarmenn sem eru góðir í því að brjóta niður varnir. Það verður boðið upp á góðan sóknarleik í þessum leik.“Vísir/StefánEitt allra hættulegasta vopn Stjörnunnar eru skyndisóknir liðsins en Heimir er með ákveðnar lausnir í huga gegn þeim. „Ég get þó því miður ekki gefið upp hvernig við ætlum að stöðva þær. En skyndisóknir Stjörnunnar eru mjög öflugar og þar eru þeir með fjóra lykilmenn.“ Heimir byrjaði að leggja upp leikinn fyrir leikmenn á æfingunni á fimmtudag en hann segir að það sé ekki of seint. „Ég tel það hárréttan tíma til að byrja að undirbúa liðið fyrir leikinn. Því það getur unnið gegn leikmönnum ef maður ætlar að eyða of löngum tíma í undirbúninginn og vera með of mikið af upplýsingum.“ Hann segir mikilvægast að hver og einn fái að sinna sínum undirbúningi fyrir leikinni eins og viðkomandi telji best. „Leikmenn eru eins ólíkir og þeir eru margir en mestu máli skiptir er að láta utanaðkomandi áreiti ekki hafa áhrif á mann,“ segir Heimir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47 Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30 Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15 Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41 Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30 Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í ótrúlegum uppgangi FH í íslenskri knattspyrnu en hann fær tækifæri á morgun til að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með félaginu. Titlana hefur hann unnið sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og nú þjálfari. Þar að auki þekkir hann tilfinninguna að fara í úrslitaleik sem þennan gegn Stjörnunni á morgun. Heimir var leikmaður KR í frægum úrslitaleik gegn ÍA í lokaumferð Íslandsmótsins árið 1996. Heimir ræddi við Vísi fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær og valdi orð sín vandlega í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann hafi verið byrjaður að hugsa um leikinn gegn Stjörnunni áður en þessi vika rann upp. „Mikilvægast fyrir okkur er að koma út í leikinn og spila okkar leik. Við verðum að halda okkur við það sem við erum góðir í - og sleppa því sem við erum ekki góðir í,“ sagði Heimir. „Við byrjum á því og svo þegar líður á leikinn þá þurfum við að aðlagast honum.“ Hann hrósaði báðum liðum og sagði þau vera bæði með öfluga leikmenn, gott skipulag og mikið sjálfstraust. „Stjarnan hefur verið afar öflug það sem af er sumri. Ég held að þetta verði úrslitaleikur sem fólk vilji sjá.“ Heimir á von á markaleik. „Bæði lið eru sóknarþenkjandi og með öfluga sóknarmenn sem eru góðir í því að brjóta niður varnir. Það verður boðið upp á góðan sóknarleik í þessum leik.“Vísir/StefánEitt allra hættulegasta vopn Stjörnunnar eru skyndisóknir liðsins en Heimir er með ákveðnar lausnir í huga gegn þeim. „Ég get þó því miður ekki gefið upp hvernig við ætlum að stöðva þær. En skyndisóknir Stjörnunnar eru mjög öflugar og þar eru þeir með fjóra lykilmenn.“ Heimir byrjaði að leggja upp leikinn fyrir leikmenn á æfingunni á fimmtudag en hann segir að það sé ekki of seint. „Ég tel það hárréttan tíma til að byrja að undirbúa liðið fyrir leikinn. Því það getur unnið gegn leikmönnum ef maður ætlar að eyða of löngum tíma í undirbúninginn og vera með of mikið af upplýsingum.“ Hann segir mikilvægast að hver og einn fái að sinna sínum undirbúningi fyrir leikinni eins og viðkomandi telji best. „Leikmenn eru eins ólíkir og þeir eru margir en mestu máli skiptir er að láta utanaðkomandi áreiti ekki hafa áhrif á mann,“ segir Heimir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47 Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30 Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15 Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41 Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30 Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47
Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30
Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15
Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41
Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30
Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann