Sektir fyrir að leggja ólöglega tvöfaldaðar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2014 15:19 Vísir/Anton Borgarráð samþykkti á fundi í gær að tvöfalda sektir fyrir að leggja ólöglega og í stæði fatlaðra. Sekt fyrir að leggja ólöglega verða því hækkaðar úr fimm þúsund krónum í tíu þúsund. Sekt fyrir að leggja í stæði fatlaðra hækkar úr tíu þúsund krónum í tuttugu þúsund krónur. „Við erum ekki í tekjuöflun. Við viljum draga verulega úr þessum brotum og helst að þau hætti alveg. Þá sérstaklega í stæði fatlaðra,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs í samtali við Vísi.Mynd/BílastæðasjóðurÁrið 2010 voru stöðubrot í stæði fatlaðra 717 og í fyrra voru þau 616. Kolbrún segir að frá því að sektin fyrir slík brot hafi verið hækkuð í tíu þúsund krónur árið 2010 hafi fjöldi brota farið á milli 700 og 600 á ári. Fyrir árið 2010 var sekt fyrir að leggja í stæði fatlaðra sú sama og að leggja ólöglega annarsstaðar. Því eru ekki til tölur um þau brot fyrir það ár.Mynd/BílastæðasjóðurFjöldi stöðubrota var í hámarki árið 2008, en aðeins dró úr þeim næstu tvö árin. Þá var gjaldið 2.500 krónur eða 1.950 krónur með afslætti. Árið 2010 var sektin hækkuð um hundrað prósent í fimm þúsund krónur og 3.900 krónur með afslætti. Stöðubrotum fækkaði ekki þrátt fyrir hækkun sekta. „Við höfum verið með forgöngu um að sækja um hækkunina og höfum gert það í samstarfi við lögregluna. Þeir eru algjörlega á sama máli og við,“ segir Kolbrún. Innanríkisráðuneytið þarf að staðfesta breytinguna og birta auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi í gær að tvöfalda sektir fyrir að leggja ólöglega og í stæði fatlaðra. Sekt fyrir að leggja ólöglega verða því hækkaðar úr fimm þúsund krónum í tíu þúsund. Sekt fyrir að leggja í stæði fatlaðra hækkar úr tíu þúsund krónum í tuttugu þúsund krónur. „Við erum ekki í tekjuöflun. Við viljum draga verulega úr þessum brotum og helst að þau hætti alveg. Þá sérstaklega í stæði fatlaðra,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs í samtali við Vísi.Mynd/BílastæðasjóðurÁrið 2010 voru stöðubrot í stæði fatlaðra 717 og í fyrra voru þau 616. Kolbrún segir að frá því að sektin fyrir slík brot hafi verið hækkuð í tíu þúsund krónur árið 2010 hafi fjöldi brota farið á milli 700 og 600 á ári. Fyrir árið 2010 var sekt fyrir að leggja í stæði fatlaðra sú sama og að leggja ólöglega annarsstaðar. Því eru ekki til tölur um þau brot fyrir það ár.Mynd/BílastæðasjóðurFjöldi stöðubrota var í hámarki árið 2008, en aðeins dró úr þeim næstu tvö árin. Þá var gjaldið 2.500 krónur eða 1.950 krónur með afslætti. Árið 2010 var sektin hækkuð um hundrað prósent í fimm þúsund krónur og 3.900 krónur með afslætti. Stöðubrotum fækkaði ekki þrátt fyrir hækkun sekta. „Við höfum verið með forgöngu um að sækja um hækkunina og höfum gert það í samstarfi við lögregluna. Þeir eru algjörlega á sama máli og við,“ segir Kolbrún. Innanríkisráðuneytið þarf að staðfesta breytinguna og birta auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira