Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar 22. júní 2014 16:04 vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“ Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“
Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39
Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30