Nákvæmasta myndin af sögu alheimsins Bjarki Ármannsson skrifar 4. júní 2014 15:20 Myndin sýnir um tíu þúsund vetrarbrautir, sem allar hafa að geyma hundruð milljarða stjarna. Mynd/NASA Þessi magnaða mynd er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið af þróunarsögu alheimsins, en hún var tekin af Hubble-stjörnusjónaukanum á tímabilinu 2003 til 2013. Hún hefur vakið mikla athygli áhugamanna um himinhvolfið, meðal annars hér á Íslandi. „Þegar þú horfir út í geiminn, þá horfir þú alltaf aftur í tímann,“ segir Sævar Helgi Bragason hjá Stjörnufræðivefnum. „Þetta er eins og að horfa á bíómynd og sjá alla rammana langt aftur. Á þessari mynd sjáum við vetrarbrautir sem eru misþróaðar, bara eftir því hvað þær eru gamlar.“ Hann bendir á að margar stjarnanna í mörgum þeirra sólkerfa sem sjást á myndinni eru löngu horfnar. Þær eru hinsvegar í svo langri fjarlægð frá okkur að ljósið frá þeim er enn að berast til Jarðar. „Þær vetrarbrautir sem eru lengst í burtu á myndinni eru kannski tíu milljarða ljósára í burtu, sem urðu til aðeins örfáum hundruðum milljónum ára eftir Miklahvell.“Getur sagt okkur gríðarlega mikið Myndin sýnir um tíu þúsund vetrarbrautir, sem allar hafa að geyma hundruð milljarða stjarna. Sævar undirstrikar hins vegar að þetta er aðeins agnarsmár hluti af öllu himinhvolfinu. „Ef þú tekur títuprón og heldur á honum í útréttri hendi, þá nær myndin yfir jafnstórt svæði og er á bakvið títuprjónshausinn. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað allt himinhvolfið geymir margar vetrarbrautir.“ Að sögn Sævars getur myndin getur sagt okkur gríðarlega mikið um þróunarsöguna, meðal annars hvernig okkar vetrarbraut myndaðist. „Þetta gefur okkur býsna góða hugmynd um það hvernig heimurinn okkar hefur þróast, hvernig vetrarbrautir hafa þróast og hvernig stjörnur hafa þróast.“ Fyrir utan það hvað myndin gæti gagnast okkur í að fræðast um heiminn sem við búum í, hefur hún líka óneitanlega nokkurt fagurfræðilegt gildi. „Þetta er náttúrulega bara glæsileg mynd,“ segir Sævar. „Þetta er einhver litríkasta mynd sem Hubble hefur tekið af þróunarsögu alheimsins.“ Nánar má lesa um myndina og tilurð hennar í grein Stjörnufræðivefsins. Hér fyrir neðan er myndband Evrópsku geimrannsóknarstöðinnar þar sem myndin er skoðuð betur. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þessi magnaða mynd er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið af þróunarsögu alheimsins, en hún var tekin af Hubble-stjörnusjónaukanum á tímabilinu 2003 til 2013. Hún hefur vakið mikla athygli áhugamanna um himinhvolfið, meðal annars hér á Íslandi. „Þegar þú horfir út í geiminn, þá horfir þú alltaf aftur í tímann,“ segir Sævar Helgi Bragason hjá Stjörnufræðivefnum. „Þetta er eins og að horfa á bíómynd og sjá alla rammana langt aftur. Á þessari mynd sjáum við vetrarbrautir sem eru misþróaðar, bara eftir því hvað þær eru gamlar.“ Hann bendir á að margar stjarnanna í mörgum þeirra sólkerfa sem sjást á myndinni eru löngu horfnar. Þær eru hinsvegar í svo langri fjarlægð frá okkur að ljósið frá þeim er enn að berast til Jarðar. „Þær vetrarbrautir sem eru lengst í burtu á myndinni eru kannski tíu milljarða ljósára í burtu, sem urðu til aðeins örfáum hundruðum milljónum ára eftir Miklahvell.“Getur sagt okkur gríðarlega mikið Myndin sýnir um tíu þúsund vetrarbrautir, sem allar hafa að geyma hundruð milljarða stjarna. Sævar undirstrikar hins vegar að þetta er aðeins agnarsmár hluti af öllu himinhvolfinu. „Ef þú tekur títuprón og heldur á honum í útréttri hendi, þá nær myndin yfir jafnstórt svæði og er á bakvið títuprjónshausinn. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað allt himinhvolfið geymir margar vetrarbrautir.“ Að sögn Sævars getur myndin getur sagt okkur gríðarlega mikið um þróunarsöguna, meðal annars hvernig okkar vetrarbraut myndaðist. „Þetta gefur okkur býsna góða hugmynd um það hvernig heimurinn okkar hefur þróast, hvernig vetrarbrautir hafa þróast og hvernig stjörnur hafa þróast.“ Fyrir utan það hvað myndin gæti gagnast okkur í að fræðast um heiminn sem við búum í, hefur hún líka óneitanlega nokkurt fagurfræðilegt gildi. „Þetta er náttúrulega bara glæsileg mynd,“ segir Sævar. „Þetta er einhver litríkasta mynd sem Hubble hefur tekið af þróunarsögu alheimsins.“ Nánar má lesa um myndina og tilurð hennar í grein Stjörnufræðivefsins. Hér fyrir neðan er myndband Evrópsku geimrannsóknarstöðinnar þar sem myndin er skoðuð betur.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira