Vill leggja niður mannanafnanefnd:„Verðum að treysta fólki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2014 08:21 Óttarr Proppé er einn flutningsmanna frumvarpsins. vísir/pjetur „Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira