Innlent

Gengið gegn einelti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tæplega átta þúsund tóku þátt í göngunni.
Tæplega átta þúsund tóku þátt í göngunni.
Tæplega átta þúsund tóku þátt í göngu gegn einelti í Kópavogi fyrir hádegi í dag. Eineltisgangan fór fram í öllum skólahverfunum níu og tóku nemendur leik- og grunnskóla þátt auk kennara og starfsfólks skólanna. Á skiltum sem börnin héldu á mátti sjá slagorð á borð við: „Við líðum ekki einelti,“ „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir,“ „allir eru vinir,“ og „stöðvum einelti.“

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að markmið göngunnar sé að stuðla að jákvæðum samskiptum og vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar. Gangan efli samstöðu og vináttu barna og hafi þannig jákvæð áhrif á skólastarf í bænum.

Þetta er í annað sinn sem gengið er gegn einelti í Kópavogi. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung í tilefni göngunnar að afhenda leik- og grunnskólabörnum endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum: Gegn einelti, hinum megin.

Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari.



vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Þeytum flautur gegn einelti og kynferðisofbeldi

Þetta er ekki fyrsta greinin sem við undirrituð sendum frá okkur í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti, 8. nóvember. Upphaflega áttum við samræður um einelti á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra og hitt aktívisti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×