Innlent

Einelti er ofbeldi og verður ekki liðið í Kópavogi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Krakkarnir í Kópavogi fjölmenntu í göngu gegn einelti í fyrra.
Krakkarnir í Kópavogi fjölmenntu í göngu gegn einelti í fyrra. Fréttablaðið/GVA
Fyrir hádegi í dag verður gengið gegn einelti í öllum níu skólahverfum Kópavogs.

„Markmið göngunnar er að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á því ofbeldi sem einelti er og að það sé aldrei liðið,“ segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Leik- og grunnskólabörn fá endurskinsmerki með merki bæjarins öðrum megin og orðunum „Gegn einelti“ hinum megin.

Kópavogsbær efndi í fyrsta sinn til eineltisgöngu í fyrra og þótti gangan takast svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn. Börnin ganga í fylgd kennara og starfsfólks skólanna. Lagt verður af stað í gönguna á bilinu hálftíu til tíu fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×