Þórsteinn lenti í fjórða sæti í Die große Chance Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2014 22:00 Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu. Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu.
Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56