Hjóluðu og drukku bjór í sautján daga Freyr Bjarnason skrifar 19. febrúar 2014 09:23 Félagarnir á hjólreiðaferðalagi sínu í Evrópu sumarið 2013. Mynd/Aðsend Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þórisson, sem allir starfa hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnustaðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjólreiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kílómetra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júlíus í Kársnesi í Kópavogi og Ólafur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hvalfjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimmtugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautján daga hjólreiðaferð um Evrópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðunum. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékklandi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechtenstein, Sviss og Austurríki og enduðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið/DaníelAðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flugur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaárdal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjórum árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spítala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta.Sextán hringvegir á fjórum árum Haukur Snær hefur skráð kílómetrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Runkeeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur.Heildarfjöldi í kmÁr Km2010 3.139,02011 6.173,82012 5.894,72013 6.756,7Samtals km 21.964,1 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þórisson, sem allir starfa hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnustaðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjólreiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kílómetra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júlíus í Kársnesi í Kópavogi og Ólafur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hvalfjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimmtugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautján daga hjólreiðaferð um Evrópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðunum. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékklandi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechtenstein, Sviss og Austurríki og enduðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið/DaníelAðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flugur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaárdal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjórum árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spítala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta.Sextán hringvegir á fjórum árum Haukur Snær hefur skráð kílómetrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Runkeeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur.Heildarfjöldi í kmÁr Km2010 3.139,02011 6.173,82012 5.894,72013 6.756,7Samtals km 21.964,1
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira