Segir Sigurð hafa lokkað fólk til þess að leggja fram fé Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. febrúar 2014 14:09 Fólkið treysti Sigurði sem þau segja að hafi komið vel fyrir. VÍSIR/PJETUR Sigurður Kárason notaði fjórar aðferðir til þess að fá fólk sem hann er nú ákærður fyrir að hafa blekkt til að afhenda sér fé að því er fram kom í málflutningi sækjanda fyrir dómi í dag. Saksóknari fer fram á þriggja ára fangelsi. Sigurði er gefið að sök að hafa svikið út 117 milljónir króna af 15 manns. Til þess að hafa fé af fólkinu sagðist hann ýmist ætla að nýta féð til gjaldeyrisviðskipta, til kaupa á krónubréfum, stofnbréfum og við gjaldeyriskaupasamninga. Fólkið átti svo að njóta ávöxtunar sem yrði til vegna viðskipta Sigurðar.Segir hann hafa spilað á mannlegar tilfinningar Sækjandi sagði Sigurð hafa lokkað fólk og fengið það til þess að leggja fram fé með gylliboðum. Í einstaka tilvikum hefði Sigurður skilað fullri greiðslu til baka eða því sem hann sagði ávöxtun. Þannig hafi hann fengið fólk til þess að greiða meiri pening. Einnig hafi hann fengið meiri pening frá fólki með því að segja því að sem dæmi að hann væri fastur með gjaldeyriskaupasamning. Til þess að klára samninginn þyrfti hann meiri pening frá fólkinu. Sækjandi sagði Sigurð hafa spilað á mannlegar tilfinningar. Fólkið sem hann er sakaður um að hafa blekkt hafi verið undir mikilli pressu. Í öllum þeim tilvikum sem ákært er hafi það orðið til þess að fólkið lét meiri pening af hendi. Fólk hafi verið í angist og eðlilegt sé að fólkið hafi frekar reynt að fá peninginn sinn til baka en að játa sig sigrað. Hann sagði það sláandi að framburður fólksins væri allur á sama veg. Aðferðin sem Sigurður beitti væri ekki óþekkt blekkingaraðferð. Á alþjóðlegum vettvangi væri aðferðin kennd við Nígeríubréf.Kom fyrir sjónir sem ábyrgur og trúverðugur Sækjandi benti á að Sigurður væri eignalaus og hefði meðal annars gengist undir gjaldþrotaskiptameðferð. Þrátt fyrir það hafi hann látið líta svo út að hann væri reyndur í viðskiptum og vel stæður. Vitnin hafi lýst því að Sigurður hafi komið þeim fyrir sjónir sem ábyrgur og trúverðugur maður sem gat útskýrt viðskipti. Hann hefði gefið til kynna að hann væri fjársterkur maður með mikil umsvif. Hann hafi komið einstaklega vel fyrir og verið afar sannfærandi. Fólkið sem Sigurður á að hafa blekkt eri úr öllum stigum þjóðfélagsins að sögn sækjandans. Bæði menntað fólk og ómenntað, fólk í vinnu og sjúklingar. Aðeins örfáir þeirra sem Sigurður hafi verið í samskiptum við áttu sjóði og greiddu Sigurði með fé úr þeim. Margir hafi hins vegar tekið yfirdrátt eða lán fyrir því sem þeir létu Sigurð fá. Tjónið sé mjög tilfinnanlegt fyrir marga. Tengdar fréttir Sigurður hafi ekki beitt blekkingum til að fá féð Miðlun lögreglu og ákæruvalds til fjölmiðla um rannsókn á Sigurði Kárasyni og meintum blekkingum hans er óforsvaranleg að mati verjanda hans, Björns Ólafs Hallgrímssonar. 19. febrúar 2014 15:01 Náðaði svikahrappurinn Sigurður Kárason var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Forsetinn náðaði hann á sínum tíma en Björn Bjarnason hefur bent á að forsetinn hafi minnst með þá ákvörðun að gera. 5. september 2013 11:27 Sakaður um að svíkja fé af presti og flóttamanni Sigurði Kárasyni er gefið að sök að hafa svikið út 117 milljónir króna af 16 manns. 17. febrúar 2014 14:29 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigurður Kárason notaði fjórar aðferðir til þess að fá fólk sem hann er nú ákærður fyrir að hafa blekkt til að afhenda sér fé að því er fram kom í málflutningi sækjanda fyrir dómi í dag. Saksóknari fer fram á þriggja ára fangelsi. Sigurði er gefið að sök að hafa svikið út 117 milljónir króna af 15 manns. Til þess að hafa fé af fólkinu sagðist hann ýmist ætla að nýta féð til gjaldeyrisviðskipta, til kaupa á krónubréfum, stofnbréfum og við gjaldeyriskaupasamninga. Fólkið átti svo að njóta ávöxtunar sem yrði til vegna viðskipta Sigurðar.Segir hann hafa spilað á mannlegar tilfinningar Sækjandi sagði Sigurð hafa lokkað fólk og fengið það til þess að leggja fram fé með gylliboðum. Í einstaka tilvikum hefði Sigurður skilað fullri greiðslu til baka eða því sem hann sagði ávöxtun. Þannig hafi hann fengið fólk til þess að greiða meiri pening. Einnig hafi hann fengið meiri pening frá fólki með því að segja því að sem dæmi að hann væri fastur með gjaldeyriskaupasamning. Til þess að klára samninginn þyrfti hann meiri pening frá fólkinu. Sækjandi sagði Sigurð hafa spilað á mannlegar tilfinningar. Fólkið sem hann er sakaður um að hafa blekkt hafi verið undir mikilli pressu. Í öllum þeim tilvikum sem ákært er hafi það orðið til þess að fólkið lét meiri pening af hendi. Fólk hafi verið í angist og eðlilegt sé að fólkið hafi frekar reynt að fá peninginn sinn til baka en að játa sig sigrað. Hann sagði það sláandi að framburður fólksins væri allur á sama veg. Aðferðin sem Sigurður beitti væri ekki óþekkt blekkingaraðferð. Á alþjóðlegum vettvangi væri aðferðin kennd við Nígeríubréf.Kom fyrir sjónir sem ábyrgur og trúverðugur Sækjandi benti á að Sigurður væri eignalaus og hefði meðal annars gengist undir gjaldþrotaskiptameðferð. Þrátt fyrir það hafi hann látið líta svo út að hann væri reyndur í viðskiptum og vel stæður. Vitnin hafi lýst því að Sigurður hafi komið þeim fyrir sjónir sem ábyrgur og trúverðugur maður sem gat útskýrt viðskipti. Hann hefði gefið til kynna að hann væri fjársterkur maður með mikil umsvif. Hann hafi komið einstaklega vel fyrir og verið afar sannfærandi. Fólkið sem Sigurður á að hafa blekkt eri úr öllum stigum þjóðfélagsins að sögn sækjandans. Bæði menntað fólk og ómenntað, fólk í vinnu og sjúklingar. Aðeins örfáir þeirra sem Sigurður hafi verið í samskiptum við áttu sjóði og greiddu Sigurði með fé úr þeim. Margir hafi hins vegar tekið yfirdrátt eða lán fyrir því sem þeir létu Sigurð fá. Tjónið sé mjög tilfinnanlegt fyrir marga.
Tengdar fréttir Sigurður hafi ekki beitt blekkingum til að fá féð Miðlun lögreglu og ákæruvalds til fjölmiðla um rannsókn á Sigurði Kárasyni og meintum blekkingum hans er óforsvaranleg að mati verjanda hans, Björns Ólafs Hallgrímssonar. 19. febrúar 2014 15:01 Náðaði svikahrappurinn Sigurður Kárason var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Forsetinn náðaði hann á sínum tíma en Björn Bjarnason hefur bent á að forsetinn hafi minnst með þá ákvörðun að gera. 5. september 2013 11:27 Sakaður um að svíkja fé af presti og flóttamanni Sigurði Kárasyni er gefið að sök að hafa svikið út 117 milljónir króna af 16 manns. 17. febrúar 2014 14:29 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigurður hafi ekki beitt blekkingum til að fá féð Miðlun lögreglu og ákæruvalds til fjölmiðla um rannsókn á Sigurði Kárasyni og meintum blekkingum hans er óforsvaranleg að mati verjanda hans, Björns Ólafs Hallgrímssonar. 19. febrúar 2014 15:01
Náðaði svikahrappurinn Sigurður Kárason var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Forsetinn náðaði hann á sínum tíma en Björn Bjarnason hefur bent á að forsetinn hafi minnst með þá ákvörðun að gera. 5. september 2013 11:27
Sakaður um að svíkja fé af presti og flóttamanni Sigurði Kárasyni er gefið að sök að hafa svikið út 117 milljónir króna af 16 manns. 17. febrúar 2014 14:29