"Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 15:19 Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira