"Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 15:19 Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira