Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2014 15:51 Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar (t.v.), og Katrín Jakobsdóttir varaformaður. vísir/gva/stefán Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur gengið frá nefndaráliti um náttúruverndarlög þar sem lagt er til að gildistöku þeirra verði frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau verði felld úr gildi. „Við höfum tilgreint nokkur atriði umfram önnur sem við teljum að þurfi að skoða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi. „Í mínum huga er það sögulegur viðburður þegar það næst sátt um jafn viðamikið og umdeilt mál og lög um náttúruvernd vissulega eru. Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum.“Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG og varaformaður nefndarinnar, tekur í sama streng. Hún segir í samtali við Vísi að mikil vinna og tími hafi farið í vinnslu málsins. „Þetta var nú ekki lauflétt. Við erum búin að sitja með málið frá því í nóvember og gefa okkur tíma til þess að vinna það. En það er ástæða til að hrósa þessu vinnulagi. Við komumst að því að það var hægt að ná samkomulagi um það að falla frá því að afturkalla lögin. Það hefði að mínu mati verið mikið skref afturábak.“ Katrín segir hina raunverulegu áskorun felast í umræðu um þau atriði sem nefndarmenn eru ekki sammála um eða á því að skoða þurfi betur. Aðspurð segist hún þó vongóð um framhaldið. „Atriðin sem við erum ekki sammála um eru færri en talið var í upphafi, það er mitt mat. Við höfum mikinn efnivið úr þeirri vinnu sem búið er að vinna. Ég fer í þá vinnu af fullum heilindum að ná framförum í þeirri nátturuvernd sem lögin boða.“ Nefndarálitið verður birt á vef Alþingis síðar í dag. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur gengið frá nefndaráliti um náttúruverndarlög þar sem lagt er til að gildistöku þeirra verði frestað til 1. júlí 2015 í stað þess að þau verði felld úr gildi. „Við höfum tilgreint nokkur atriði umfram önnur sem við teljum að þurfi að skoða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi. „Í mínum huga er það sögulegur viðburður þegar það næst sátt um jafn viðamikið og umdeilt mál og lög um náttúruvernd vissulega eru. Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum.“Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG og varaformaður nefndarinnar, tekur í sama streng. Hún segir í samtali við Vísi að mikil vinna og tími hafi farið í vinnslu málsins. „Þetta var nú ekki lauflétt. Við erum búin að sitja með málið frá því í nóvember og gefa okkur tíma til þess að vinna það. En það er ástæða til að hrósa þessu vinnulagi. Við komumst að því að það var hægt að ná samkomulagi um það að falla frá því að afturkalla lögin. Það hefði að mínu mati verið mikið skref afturábak.“ Katrín segir hina raunverulegu áskorun felast í umræðu um þau atriði sem nefndarmenn eru ekki sammála um eða á því að skoða þurfi betur. Aðspurð segist hún þó vongóð um framhaldið. „Atriðin sem við erum ekki sammála um eru færri en talið var í upphafi, það er mitt mat. Við höfum mikinn efnivið úr þeirri vinnu sem búið er að vinna. Ég fer í þá vinnu af fullum heilindum að ná framförum í þeirri nátturuvernd sem lögin boða.“ Nefndarálitið verður birt á vef Alþingis síðar í dag.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira