Engar „formlegar viðræður“ hafnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2014 12:30 Guðlaug Kristjánsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir segja engar formlegar viðræður hafnar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04
Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent