Þjófnaður að rukka ferðamenn Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. júní 2014 20:00 Héraðsdómur Suðurlands féllst í apríl á lögbannskröfu íslenska ríkisins á innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi. Svokallað staðfestingarmál verður flutt fyrir héraðsdómi í fyrramálið en að því loknu tekur lögbannið endanlega gildi.Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysi, segir það ósanngjarnt að lagt sé lögbann á gjaldtöku félagsins, á meðan aðrir landeigendur séu látnir óáreittir. „Þá spyr maður sig, erum við svona öðruvísi en allir hinir. Erum við ekki jafn réttháir og aðrir. Er eignarréttur okkar eitthvað minna virði heldur en annara. Ég tel að núna hafi átt sér stað mismunun, þar sem ríkið sem minnihlutaeigandi á Geysissvæðinu hafi haldið á sínum málum með þessum hætti.“ Hann segir með engu móti hægt að spá hverjar lyktir málsins verða. Hann hafi þó áhyggjur af næsta sumri „Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hitti mig fyrir þremur vikum og þá ætlaði hún að hitta mig í kaffisopa núna um mánaðarmótin og ég vona að það standi og við finnum einhverja lausn sem gæti orðið virk fyrir næsta sumar. En þetta ástand gengur ekki lengur, því miður. Fjöldi gesta sem hingað koma er orðinn það ríkulega mikill að við getum hreinlega ekki haldið svona áfram.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir málið ekki flókið. „Staðreyndin er sú, að samkvæmt náttúruverndarlögum, að þá er einkaaðilum óheimil gjaldtaka við náttúrugersemar, nema samkvæmt þar til gerðum samningi við Umhverfisstofnun. Þeir samningar eru ekki fyrir hendi.“ Ögmundur segir lögregluna þurfa að stöðva ólögmæta gjaldtöku. „Ef að lögreglan sér að það er verið að hafa fé af fólki á ólögmætan hátt, það er kallað þjófnaður eða stuldur, þá stöðvar lögreglan slíkt. Ég skil ekki hvers vegna hún gerir það ekki. Og ég skil ekkert í ríkisstjórninni, og stjórnvöldum almennt, að grípa ekki í taumanna. Ef svona fer fram, þá er það ávísun á niðurbrot á réttarríki,“ segir Ögmundur. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands féllst í apríl á lögbannskröfu íslenska ríkisins á innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi. Svokallað staðfestingarmál verður flutt fyrir héraðsdómi í fyrramálið en að því loknu tekur lögbannið endanlega gildi.Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysi, segir það ósanngjarnt að lagt sé lögbann á gjaldtöku félagsins, á meðan aðrir landeigendur séu látnir óáreittir. „Þá spyr maður sig, erum við svona öðruvísi en allir hinir. Erum við ekki jafn réttháir og aðrir. Er eignarréttur okkar eitthvað minna virði heldur en annara. Ég tel að núna hafi átt sér stað mismunun, þar sem ríkið sem minnihlutaeigandi á Geysissvæðinu hafi haldið á sínum málum með þessum hætti.“ Hann segir með engu móti hægt að spá hverjar lyktir málsins verða. Hann hafi þó áhyggjur af næsta sumri „Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hitti mig fyrir þremur vikum og þá ætlaði hún að hitta mig í kaffisopa núna um mánaðarmótin og ég vona að það standi og við finnum einhverja lausn sem gæti orðið virk fyrir næsta sumar. En þetta ástand gengur ekki lengur, því miður. Fjöldi gesta sem hingað koma er orðinn það ríkulega mikill að við getum hreinlega ekki haldið svona áfram.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir málið ekki flókið. „Staðreyndin er sú, að samkvæmt náttúruverndarlögum, að þá er einkaaðilum óheimil gjaldtaka við náttúrugersemar, nema samkvæmt þar til gerðum samningi við Umhverfisstofnun. Þeir samningar eru ekki fyrir hendi.“ Ögmundur segir lögregluna þurfa að stöðva ólögmæta gjaldtöku. „Ef að lögreglan sér að það er verið að hafa fé af fólki á ólögmætan hátt, það er kallað þjófnaður eða stuldur, þá stöðvar lögreglan slíkt. Ég skil ekki hvers vegna hún gerir það ekki. Og ég skil ekkert í ríkisstjórninni, og stjórnvöldum almennt, að grípa ekki í taumanna. Ef svona fer fram, þá er það ávísun á niðurbrot á réttarríki,“ segir Ögmundur.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira