Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2014 14:45 "Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum,“ spyr Brynjar Níelsson en Eygló Harðardóttir hefur talað skýrt fyrir opnu þinghaldi í málum meintra vændiskaupenda. visir Þekktir lögmenn, svo sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Brynjar Níelsson, velta fyrir sér prinsippum er snúa að opnu þinghaldi í málefnum meintra vændiskaupenda. Andi hinna umdeildu laga um kaup og sölu á vændi er sá að þeir sem uppvísir verða að því kaupa vændi verði nafngreindir -- aðeins þannig nái ætlaður fælingarmáttur fram. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er ein þeirra sem lagt hefur áherslu á þetta atriði.Einar Tryggvasonkrafðist þess fyrir hönd ríkissaksóknara við þingfestingu í morgun að þinghald yrði opið í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. I dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að kveða upp úrskurð sinn í málinu. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar. Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember.Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því með vísan til 10. greinar sakamálalaga, a og d liða, sem fjalla um að þinghöld skuli lokuð til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitna eða af velsæmisástæðum. Hann segir aftur kominn upp ágreining um hvort þinghöld í þessum málum skuli haldin fyrir luktum dyrum eða ekki. „Hæstiréttur mun hafa síðasta orðið í þessu eins og öðru.“Vilja auðmýkja og smána hina ákærðuVilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er einn þeirra sem veltir málinu fyrir sér og hann ritar stuttan pistil á Fb-síðu sína þar sem hann lýsir því yfir að þetta sé beinlínis sorgleg krafa hjá ríkissaksóknara. „Gapastokkurinn var aflagður sem refsitæki á Íslandi árið 1808 meðal annars af mannúðarástæðum. Tveimur öldum og ótal mannréttindasamningum síðar vill ríkissaksóknari endurvekja þetta forna refsitól og auðmýkja og smána ákærðu opinberlega. Ef sök sannast er sektargreiðslan sem ákærðu verða dæmdir til þess að greiða algjört aukaatriði í samburði við aftökuna á mannorði viðkomandi sem ríkissaksóknari gerir kröfu um að fari fram í beinni útsendingu,“ segir Vilhjálmur og bendir á að rétt sé að hafa í huga að mannorð þeirra sem verða hugsanlegir sýknaðir af vændiskaupum verður líka lagt í rúst nái krafa ríkissaksóknara fram að ganga: „Nú er mikilvægt að héraðsdómur standi í lappirnar.“Fælingarmáttur lagannaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, mælti fyrir vændisfrumvarpinu á sínum tíma, þar sem leitt var í lög að kaup væru refsiverð en sala vændis ekki. Hún hefur fordæmt lokað þinghald í málum sem þessum, gerði það meðal annars í úttekt Pressunnar, það græfi undan fælingarmætti og anda laganna. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var Álfheiði hjartanlega sammála fyrir fjórum árum og sagði að „nöfn vændiskaupenda hlytu að koma fram í dómi héraðsdóms yrðu þeir sakfelldir. Þeim ætti ekki að hlífa umfram til dæmis dæmda nauðgara.“ Vísir hafði samband við ráðherra og hún tjáði miðlinum það að hún hafi í engu breytt um skoðun.Fordómar saksóknara gegn vændiskonumBrynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður leggur orð í belg hjá Vilhjálmi, og hann bendir á tvískinnung sem hann telur að felist í þessari afstöðu. „Skilgreindi löggjafinn ekki vændiskaup sem kynferðisbrot gegn seljandanum? Síðast þegar ég vissi var ríkissaksóknari alltaf sá sem krafðist lokaðara þinghalda í kynferðisbrotamálum. Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum sem þurfa að þola gífurlegt ofbeldi af hendi kaupenda sem stofnar auðvitað sálarheill þolans í stórkostlega hættu?“ Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Þekktir lögmenn, svo sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Brynjar Níelsson, velta fyrir sér prinsippum er snúa að opnu þinghaldi í málefnum meintra vændiskaupenda. Andi hinna umdeildu laga um kaup og sölu á vændi er sá að þeir sem uppvísir verða að því kaupa vændi verði nafngreindir -- aðeins þannig nái ætlaður fælingarmáttur fram. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er ein þeirra sem lagt hefur áherslu á þetta atriði.Einar Tryggvasonkrafðist þess fyrir hönd ríkissaksóknara við þingfestingu í morgun að þinghald yrði opið í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. I dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að kveða upp úrskurð sinn í málinu. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar. Meðferð málsins í héraði var frestað til 17. desember.Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því með vísan til 10. greinar sakamálalaga, a og d liða, sem fjalla um að þinghöld skuli lokuð til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitna eða af velsæmisástæðum. Hann segir aftur kominn upp ágreining um hvort þinghöld í þessum málum skuli haldin fyrir luktum dyrum eða ekki. „Hæstiréttur mun hafa síðasta orðið í þessu eins og öðru.“Vilja auðmýkja og smána hina ákærðuVilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er einn þeirra sem veltir málinu fyrir sér og hann ritar stuttan pistil á Fb-síðu sína þar sem hann lýsir því yfir að þetta sé beinlínis sorgleg krafa hjá ríkissaksóknara. „Gapastokkurinn var aflagður sem refsitæki á Íslandi árið 1808 meðal annars af mannúðarástæðum. Tveimur öldum og ótal mannréttindasamningum síðar vill ríkissaksóknari endurvekja þetta forna refsitól og auðmýkja og smána ákærðu opinberlega. Ef sök sannast er sektargreiðslan sem ákærðu verða dæmdir til þess að greiða algjört aukaatriði í samburði við aftökuna á mannorði viðkomandi sem ríkissaksóknari gerir kröfu um að fari fram í beinni útsendingu,“ segir Vilhjálmur og bendir á að rétt sé að hafa í huga að mannorð þeirra sem verða hugsanlegir sýknaðir af vændiskaupum verður líka lagt í rúst nái krafa ríkissaksóknara fram að ganga: „Nú er mikilvægt að héraðsdómur standi í lappirnar.“Fælingarmáttur lagannaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, mælti fyrir vændisfrumvarpinu á sínum tíma, þar sem leitt var í lög að kaup væru refsiverð en sala vændis ekki. Hún hefur fordæmt lokað þinghald í málum sem þessum, gerði það meðal annars í úttekt Pressunnar, það græfi undan fælingarmætti og anda laganna. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var Álfheiði hjartanlega sammála fyrir fjórum árum og sagði að „nöfn vændiskaupenda hlytu að koma fram í dómi héraðsdóms yrðu þeir sakfelldir. Þeim ætti ekki að hlífa umfram til dæmis dæmda nauðgara.“ Vísir hafði samband við ráðherra og hún tjáði miðlinum það að hún hafi í engu breytt um skoðun.Fordómar saksóknara gegn vændiskonumBrynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður leggur orð í belg hjá Vilhjálmi, og hann bendir á tvískinnung sem hann telur að felist í þessari afstöðu. „Skilgreindi löggjafinn ekki vændiskaup sem kynferðisbrot gegn seljandanum? Síðast þegar ég vissi var ríkissaksóknari alltaf sá sem krafðist lokaðara þinghalda í kynferðisbrotamálum. Hvers eiga fórnarlömb kynferðisofbeldis í þessum málum að gjalda? Hefur embættið einhverja fordóma gegn þessum fórnarlömbum sem þurfa að þola gífurlegt ofbeldi af hendi kaupenda sem stofnar auðvitað sálarheill þolans í stórkostlega hættu?“
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira