Ævisaga goðsagnarinnar Miles Davis í bígerð Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 16:30 Don Cheadle er afar sannfærandi sem Miles Davis. Leikarinn og leikstjórinn Don Cheadle hóf tökur á myndinni Miles Ahead í júlí en það er ævisaga um djassgoðsögnina Miles Davis. Mun þetta vera fyrsta leikna myndin um meistara Miles. Cheadle kláraði þær tökur sem fara fram í Cincinatti-borg í vikunni samkvæmt frétt Cincinatti.com en ekki er ljóst hvenær myndin verður fulltilbúin. Kvikmyndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2008 en Cheadle ákvað að framleiða myndina sjálfstætt. Myndin var hópfjármögnuð á síðunni Indiegogo og naut ekki stuðnings kvikmyndafyrirtækja Hollywood. Cheadle leikur sjálfur Miles og Ewan McGregor leikur tónlistarblaðamann Rolling Stone-tímaritsins. Gamli lærlingur og samstarfsmaður Miles, Herbie Hancock, sér um tónlistina. Myndin mun ekki fjalla um allt lífshlaup meistarans heldur er fókusinn á því fimm ára tímabili í lífi hans á sjöunda áratugnum sem kallað er „þögla tímabilið“. Þá gaf Miles ekki neina tónlist út og hélt sig til hlés en gaf síðan út meistaraverkið In a Silent Way árið 1968. Sú plata var byrjunin á „rafmagnaða“ tímabili Miles þar sem hann blandaði djassi saman við sýrurokk. Hlaut hann bæði lof og gagnrýni fyrir á sínum tíma þó að flestir séu nú sammála að rafmögnuðu plötur hans séu meistarastykki. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa tímalausu plötu. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Don Cheadle hóf tökur á myndinni Miles Ahead í júlí en það er ævisaga um djassgoðsögnina Miles Davis. Mun þetta vera fyrsta leikna myndin um meistara Miles. Cheadle kláraði þær tökur sem fara fram í Cincinatti-borg í vikunni samkvæmt frétt Cincinatti.com en ekki er ljóst hvenær myndin verður fulltilbúin. Kvikmyndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2008 en Cheadle ákvað að framleiða myndina sjálfstætt. Myndin var hópfjármögnuð á síðunni Indiegogo og naut ekki stuðnings kvikmyndafyrirtækja Hollywood. Cheadle leikur sjálfur Miles og Ewan McGregor leikur tónlistarblaðamann Rolling Stone-tímaritsins. Gamli lærlingur og samstarfsmaður Miles, Herbie Hancock, sér um tónlistina. Myndin mun ekki fjalla um allt lífshlaup meistarans heldur er fókusinn á því fimm ára tímabili í lífi hans á sjöunda áratugnum sem kallað er „þögla tímabilið“. Þá gaf Miles ekki neina tónlist út og hélt sig til hlés en gaf síðan út meistaraverkið In a Silent Way árið 1968. Sú plata var byrjunin á „rafmagnaða“ tímabili Miles þar sem hann blandaði djassi saman við sýrurokk. Hlaut hann bæði lof og gagnrýni fyrir á sínum tíma þó að flestir séu nú sammála að rafmögnuðu plötur hans séu meistarastykki. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa tímalausu plötu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning