Innlent

Þjófur kom upp um sig með vinabeiðni á Facebook

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan fór á stúfana.
Lögreglan fór á stúfana.
Þjófur frá Washington í Bandaríkjunum kom upp um sig með því að senda konu sem hann stal frá vinabeiðni á Facebook.

Maðurinn sem heitir Riley Allen Mullins var kærður fyrir þjófnað á laugardaginn, tveimur dögum eftir að hann er grunaður um að hafa stolið iPod, heyrnatólum og veski af konu sem sat og beið eftir ferju. Hann sló konuna í höfuðið áður en hann rændi hana og hljóp svo á brott.

Konan sá ekki framan í manninn, en þegar hann hljóp á brott tók hún eftir mjög sérstöku húðflúri sem hann var með á hnakkanum og náði niður á háls.

Daginn eftir, þegar konan kíkti á Facebook fékk hún tilkynningu um að maður vildi gerast vinur hennar í gegnum forritið. Eins og svo margir gera fór hún í rannsóknarvinnu og skoðaði myndirnar af manninum sem sendi vinabeiðnina. Eftir að hafa skoðað nokkrar myndir af honum sá hún húðflúrið sérstaka og þá rann upp fyrir henni að þetta var ræninginn.

Hún hafði samband við lögregluna og sýndi þeim myndir af þjófinum, sem var síðar handtekinn. Málið er enn í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×