Innlent

Fæðubótarefni innkallað af markaði

Randver Kári Randversson skrifar
NAC frá Solaray hefur verið innkallað af markaði.
NAC frá Solaray hefur verið innkallað af markaði. Mynd/Matvælastofnun
Ákveðið hefur verið að stöðva dreifingu á fæðubótarefninu NAC frá Solaray vegna innihaldsefnis með lyfjavirkni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Frestur er gefinn til 3. júní til að fjarlægja vöruna af markaði. Varan inniheldur efnið N-Acetyl-Cysteine, sem er flokkað sem lyf á Íslandi. 

Heilsa efh. í Reykjavík flytur vöruna inn, en henni hefur verið dreift í verslanir Heilsuhússins og Lifandi markaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×