Starfsgreinasambandið klofnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2014 12:13 Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar vill að formaður Starfsgreinasambandsins segi af sér eftir að hann tilkynnti að Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness yrðu ekki með við samningaborðið í viðræðum við SA. Formaður Framsýnar á Húsavík segir að formaður Starfsgreinasambandsins ætti að segja af sér eftir að hann tilkynnt Ríkissáttasemjara hverjir verða í samninganefnd aðildarfélaga innan þess án þess að telja þar með Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness. Alvarlegur trúnaðarbrestur sé kominn upp innan hreyfingarinnar. Innan starfsgreinasambandsins eru 19 félög, þar af þrjú í svo kölluðu Flóabandalagi, en þau þrjú ásamt ellefu öðrum félögum felldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins mælti með því að samningarnir yrðu staðfestir, en helstu hvatamenn þess að samningurinn yrðu felldur voru Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðfsfélags Akraness og Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík. Nú hefur formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnt þeim Vilhjálmi og Aðalsteini að félög þeirra verði ekki með í samfloti í viðræðum um nýjan samning við Samtök atvinnulífsins og látið ríkissáttasemjara vita af því. Aðalsteinn segir að með þessu sé risinn upp alvarlegur trúnaðarbrestur í hreyfingunni.Hvernig túlkar þú þetta bréf formanns Starfsgreinasambandsins?„Það er orðinn gríðarlegur og alvarlegur trúnaðarbrestur í hreyfingunni,“ segir Aðalsteinn. Það verði að spyrja Björn Snæbjörnsson að því hvers vegna Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness séu ekki með í samflotinu. „En ég hef ákveðnar skýringar á því að hann skuli fara þessa leið að bjóða flestum félögum sambandsins að vera með en skilja okkur eftir í viðræðunum við SA. Við höfum verið harðir talsmenn þess að lægstu laun yrðu hækkuð umtalsvert og það er greinilega ekki að falla í jarðveginn hjá formanni Starfsgreinasambands Íslands,“ segir Aðalsteinn.Þú heldur sem sagt að hann telji að þið séuð með of róttækar kröfur miðað við önnur félög í Starfsgreinasambandinu?„Það er greinilegt að þær eru of róttækar fyrir hann. Við höfum farið fram á að lægstu laun hækkuðu um 20 þúsund krónur og færu upp fyrir 200 þúsund krónur á mánuði. Það er greinilegt að það er eitthvað sem hann getur ekki sætt sig við,“ segir Aðalsteinn. Formaður starfsgreinasambandsins hafi ekki boðið upp á samstarf og einfaldlega tilkynnt að nærveru Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar væri ekki óskað og þau félög muni því semja sér við atvinnurekendur. „Ég hef boðað til fundar í mínu félagi um helgina þar sem við munum fara yfir þessa alvarlegu stöðu og þessa framkomu hjá formanni Starfsgreinasambandsins sem ætti að hafa vit á að segja af sér þegar í stað. Við munum bara skoða okkar næstu skref en auðvitað verður það þannig að við munum vinna náið með Verkalýðsfélags Akraness að kjaramálunum. Við finnum vel fyrir því að við höfum alþýðuna í landinu með okkur og fáum mikið klapp á bakið alla daga. Það er fjöldi fólks sem hringir alla daga og styður okkur í þessari baráttu. Það er ömurlegt að horfa upp á svona vinnubrögð,“ segir Aðalsteinn. Það skaði hreyfinguna að hún geti ekki staðið saman við gerð samninga, Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Formaður Framsýnar á Húsavík segir að formaður Starfsgreinasambandsins ætti að segja af sér eftir að hann tilkynnt Ríkissáttasemjara hverjir verða í samninganefnd aðildarfélaga innan þess án þess að telja þar með Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness. Alvarlegur trúnaðarbrestur sé kominn upp innan hreyfingarinnar. Innan starfsgreinasambandsins eru 19 félög, þar af þrjú í svo kölluðu Flóabandalagi, en þau þrjú ásamt ellefu öðrum félögum felldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins mælti með því að samningarnir yrðu staðfestir, en helstu hvatamenn þess að samningurinn yrðu felldur voru Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðfsfélags Akraness og Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík. Nú hefur formaður Starfsgreinasambandsins tilkynnt þeim Vilhjálmi og Aðalsteini að félög þeirra verði ekki með í samfloti í viðræðum um nýjan samning við Samtök atvinnulífsins og látið ríkissáttasemjara vita af því. Aðalsteinn segir að með þessu sé risinn upp alvarlegur trúnaðarbrestur í hreyfingunni.Hvernig túlkar þú þetta bréf formanns Starfsgreinasambandsins?„Það er orðinn gríðarlegur og alvarlegur trúnaðarbrestur í hreyfingunni,“ segir Aðalsteinn. Það verði að spyrja Björn Snæbjörnsson að því hvers vegna Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness séu ekki með í samflotinu. „En ég hef ákveðnar skýringar á því að hann skuli fara þessa leið að bjóða flestum félögum sambandsins að vera með en skilja okkur eftir í viðræðunum við SA. Við höfum verið harðir talsmenn þess að lægstu laun yrðu hækkuð umtalsvert og það er greinilega ekki að falla í jarðveginn hjá formanni Starfsgreinasambands Íslands,“ segir Aðalsteinn.Þú heldur sem sagt að hann telji að þið séuð með of róttækar kröfur miðað við önnur félög í Starfsgreinasambandinu?„Það er greinilegt að þær eru of róttækar fyrir hann. Við höfum farið fram á að lægstu laun hækkuðu um 20 þúsund krónur og færu upp fyrir 200 þúsund krónur á mánuði. Það er greinilegt að það er eitthvað sem hann getur ekki sætt sig við,“ segir Aðalsteinn. Formaður starfsgreinasambandsins hafi ekki boðið upp á samstarf og einfaldlega tilkynnt að nærveru Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar væri ekki óskað og þau félög muni því semja sér við atvinnurekendur. „Ég hef boðað til fundar í mínu félagi um helgina þar sem við munum fara yfir þessa alvarlegu stöðu og þessa framkomu hjá formanni Starfsgreinasambandsins sem ætti að hafa vit á að segja af sér þegar í stað. Við munum bara skoða okkar næstu skref en auðvitað verður það þannig að við munum vinna náið með Verkalýðsfélags Akraness að kjaramálunum. Við finnum vel fyrir því að við höfum alþýðuna í landinu með okkur og fáum mikið klapp á bakið alla daga. Það er fjöldi fólks sem hringir alla daga og styður okkur í þessari baráttu. Það er ömurlegt að horfa upp á svona vinnubrögð,“ segir Aðalsteinn. Það skaði hreyfinguna að hún geti ekki staðið saman við gerð samninga,
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira