Innlent

Veitingamaður í Vestmannaeyjum í vandræðum fyrir að leyfa reykingar

Veitingamaður í Vestmannaeyjum á yfir höfði sér sektir og jafnvel að missa veitingaleyfið eftir að í ljós kom um helgina að hann heimilar reykingar inni á vetingastaðnum.

Þetta kom fram við eftirlit lögreglunnar, sem tilkynnti honum að skýrsla yrði gerð um málið og hún send heilbrigðiseftirliti Suðurlands til frekari ákvörðunar vegna brota á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×