Hvalkjöt ekki lengur eftirsótt í japan Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. mars 2014 10:00 Salan í Japan er nú orðið að mestu bundin við sérverslanir eða sérhæfða veitingastaði. Vísir/AP Á seinni árum hefur sala á hvalkjöti verið treg í Japan. Það hefur safnast fyrir í frystigeymslum við hafnir landsins. Fyrir nokkrum áratugum var hvalkjöt ein helsta uppistaðan í fæðu Japana. Nú er svo komið að það selst varla nema á sérhæfðum veitingastöðum og í sérverslunum, og er þar nokkru dýrara en annað kjötmeti. Í sumum sjávarplássum, sem hafa leyfi til strandveiða í smærri stíl, er hvalur að vísu oftar á borðum en almennt tíðkast annars staðar í landinu. Þá hefur hvalkjöt verið notað í stórum stíl í skólamáltíðir, en sú notkun þess hefur verið gagnrýnd. Birgðir af hvalkjöti í frystigeymslum landsins voru 4.600 tonn í lok ársins 2012, en voru 2.500 tonn árið 2002. Þrátt fyrir þetta stefna Japanar á að veiða um 1.300 hrefnur á ári hverju, auk þess sem Íslendingar gera sér vonir um að þeir taki við allt að 2.000 tonnum af kjöti sem verið er að flytja þangað þessa dagana. Á mánudaginn kemur kveður Alþjóðadómstóllinn í Haag upp endanlegan úrskurð í deilu Ástrala og Japana um hvalveiðar. Ástralar fara fram á að svonefndar vísindaveiðar Japana við Suðurskautsland verði úrskurðaðar ólöglegar, en Japanar segja dómstólinn ekki hafa lögsögu í þessari deilu og vilja að hann viðurkenni það. Úrskurðurinn nær eingöngu til hvalveiða Japana við Suðurskautsland, en þar hafa þeir veitt um þúsund dýr árlega. Jafnvel þótt úrskurðurinn falli Áströlum í vil, þá breytir það engu um aðrar hvalveiðar Japana, en þeir stunda einnig hvalveiðar í Norður-Kyrrahafi og heima við, út af ströndum Japans. Í skýrslu sérfræðinga árið 2011 var nefnt að líklega myndu strandveiðar í smáum stíl duga til þess að anna þeirri litlu eftirspurn, sem enn er eftir hvalkjöti í Japan. Yfirlýst markmið vísindaveiðanna, sem Japanar hafa stundað allt frá árinu 1987, er að kanna hvort hvalveiðar í hagnaðarskyni geti verið sjálfbærar í þeim skilningi að hvalastofnarnir þoli þær, en spurningin virðist nú fremur snúast um það hvort þær borgi sig. „Það er ekki raunhæft að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. Þetta markmið er ekki lengur neitt annað en réttlæting þess að halda áfram vísindaveiðum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Ayako Okubo, sem er haffræðingur við háskólann í Tokai. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Á seinni árum hefur sala á hvalkjöti verið treg í Japan. Það hefur safnast fyrir í frystigeymslum við hafnir landsins. Fyrir nokkrum áratugum var hvalkjöt ein helsta uppistaðan í fæðu Japana. Nú er svo komið að það selst varla nema á sérhæfðum veitingastöðum og í sérverslunum, og er þar nokkru dýrara en annað kjötmeti. Í sumum sjávarplássum, sem hafa leyfi til strandveiða í smærri stíl, er hvalur að vísu oftar á borðum en almennt tíðkast annars staðar í landinu. Þá hefur hvalkjöt verið notað í stórum stíl í skólamáltíðir, en sú notkun þess hefur verið gagnrýnd. Birgðir af hvalkjöti í frystigeymslum landsins voru 4.600 tonn í lok ársins 2012, en voru 2.500 tonn árið 2002. Þrátt fyrir þetta stefna Japanar á að veiða um 1.300 hrefnur á ári hverju, auk þess sem Íslendingar gera sér vonir um að þeir taki við allt að 2.000 tonnum af kjöti sem verið er að flytja þangað þessa dagana. Á mánudaginn kemur kveður Alþjóðadómstóllinn í Haag upp endanlegan úrskurð í deilu Ástrala og Japana um hvalveiðar. Ástralar fara fram á að svonefndar vísindaveiðar Japana við Suðurskautsland verði úrskurðaðar ólöglegar, en Japanar segja dómstólinn ekki hafa lögsögu í þessari deilu og vilja að hann viðurkenni það. Úrskurðurinn nær eingöngu til hvalveiða Japana við Suðurskautsland, en þar hafa þeir veitt um þúsund dýr árlega. Jafnvel þótt úrskurðurinn falli Áströlum í vil, þá breytir það engu um aðrar hvalveiðar Japana, en þeir stunda einnig hvalveiðar í Norður-Kyrrahafi og heima við, út af ströndum Japans. Í skýrslu sérfræðinga árið 2011 var nefnt að líklega myndu strandveiðar í smáum stíl duga til þess að anna þeirri litlu eftirspurn, sem enn er eftir hvalkjöti í Japan. Yfirlýst markmið vísindaveiðanna, sem Japanar hafa stundað allt frá árinu 1987, er að kanna hvort hvalveiðar í hagnaðarskyni geti verið sjálfbærar í þeim skilningi að hvalastofnarnir þoli þær, en spurningin virðist nú fremur snúast um það hvort þær borgi sig. „Það er ekki raunhæft að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. Þetta markmið er ekki lengur neitt annað en réttlæting þess að halda áfram vísindaveiðum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Ayako Okubo, sem er haffræðingur við háskólann í Tokai.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira