Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2014 19:00 Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna kemur í opinbera heimsókn til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þær Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafa síðustu daga boðið Ban Ki-moon upp á sannkallað ævintýri, farið með hann í afskekkt þorp lengst norðan heimsskautsbaugs, og tuttugu stiga frost hindraði aðalritarann ekki í að njóta náttúru Grænlands.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aleqa Hammond klæddi hann upp í hlý grænlensk skinnklæði og fór með hann út á ísinn þar sem hann veiddi fisk með Grænlendingum í gegnum vakir. Aleqa kenndi honum líka að stjórna hundasleða með svipu og svo var þeyst af stað eftir ísilögðum firði. En þetta var ekki bara skemmtiferð. Ban Ki-moon var kominn til Grænlands til að sjá með eigin augum hvaða afleiðingar loftlagsbreytingar hafa á lifnaðarhætti manna. Hann sigldi um Ísfjörðinn fræga við Diskó-flóa, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, en skriðjökull í fjarðarbotninum skríður fram um tugi metra á dag og skilar af sér borgarísjökum í stórum stíl. Aðalritarinn notaði tækifærið til að brýna leiðtoga heims til aðgerða en hann sagði loftlagsbreytingar einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir. Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna kemur í opinbera heimsókn til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þær Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafa síðustu daga boðið Ban Ki-moon upp á sannkallað ævintýri, farið með hann í afskekkt þorp lengst norðan heimsskautsbaugs, og tuttugu stiga frost hindraði aðalritarann ekki í að njóta náttúru Grænlands.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aleqa Hammond klæddi hann upp í hlý grænlensk skinnklæði og fór með hann út á ísinn þar sem hann veiddi fisk með Grænlendingum í gegnum vakir. Aleqa kenndi honum líka að stjórna hundasleða með svipu og svo var þeyst af stað eftir ísilögðum firði. En þetta var ekki bara skemmtiferð. Ban Ki-moon var kominn til Grænlands til að sjá með eigin augum hvaða afleiðingar loftlagsbreytingar hafa á lifnaðarhætti manna. Hann sigldi um Ísfjörðinn fræga við Diskó-flóa, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, en skriðjökull í fjarðarbotninum skríður fram um tugi metra á dag og skilar af sér borgarísjökum í stórum stíl. Aðalritarinn notaði tækifærið til að brýna leiðtoga heims til aðgerða en hann sagði loftlagsbreytingar einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.
Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00