Knúz boðar til leikfangabrennu Bjarki Ármannsson skrifar 1. apríl 2014 09:00 Brennan á að fara fram á bílastæði Kringlunnar. Vísir/GVA Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira