Tottenham virðist ætla að reyna að losna við Gylfa Þór Sigurðsson í sumar en félagið bauð hann í skiptum fyrir tvo leikmenn Swansea.
Spurs vildi fá bakvörðinn Ben Davies og markvörðinn Michel Vorm. Swansea hafnaði þessu tilboði Spurs að því er fram kemur í Telegraph.
Blaðið heldur því enn fremur fram að Gylfi sé áhugasamur um að komast til Swansea þar sem hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.
Gylfi hefur ekki fengið þau tækifæri sem hann vonaðist eftir að fá hjá Tottenham.
