Árásargjarn Evrópuhumar í Sandgerði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Þessum evrópska humar í Sandgerði á aldeilis eftir að vaxa fiskur um hrygg en uppvaxtarskeið humars er langt. Meiningin er að ala hann upp í 300 gramma þyngd hér á landi en hann getur náð allt að sex kílóa þyngd. Mynd/Halldór p. Halldórsson Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira