Á nýjum skiltum við Reykjavíkurtjörn kemur fram á íslensku og ensku að ekki skuli gefa öndunum brauð á sumrin.
Brauðgjöf laðar að sílamáva og þá aukast líkur á að nýklaktir andarungar verði þeim að bráð. Nóg fæða er á Tjörninni á sumrin og því ekki þörf á að fóðra endurnar.
Einnig getur mikið magn brauðs og drit fuglanna aukið lífræna mengun í Tjörninni þar sem fjöldi fugla margfaldast þegar sílamávarnir mæta á svæðið.

