Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 3-3 | Glæsimark Illuga tryggði Fjölni stig Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. júlí 2014 17:00 Vísir/Valli Glæsilegt jöfnunarmark Illuga Þórs Gunnarssonar af þrjátíu metra færi tryggði Fjölnismönnum stig í 3-3 jafntefli gegn Fylki í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu verðskuldað forystunni um miðbik hálfleiksins. Cristopher Paul Tsonis tók glæsilega á móti sendingu Ragnars Leóssonar og renndi boltanum framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni í marki Fylkis. Þrátt fyrir að vera lenda undir virtust leikmenn Fylkis ekki ætla að vakna til lífsins. Gunnar Már Guðmundsson bætti við marki fyrir Fjölni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og kom heimamönnum í 2-0. Þá renndi Tsonis boltanum á Gunnar sem skaut fallegu skoti yfir Bjarna Þórð og stuttu síðar flautaði Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins til hálfleiks. Um miðbik seinni hálfleiks kom hinsvegar frábær kafli sem Fylkismenn notfærðu sér til þess að snúa leiknum sér í hag. Stefán Ragnar Guðlaugsson minnkaði muninn um miðbik hálfleiksins með föstu skoti af fjærstöng og skyndilega voru Fylkismenn komnir aftur inn í leikinn. Kristján Valdimarsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fékk sendingu inn á markteig þar sem hann var ódekkaður og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Sousa virtist svo hafa tryggt Fylkismönnum stigin þrjú þegar hann kom gestunum yfir fimm mínútum fyrir leikslok. Aftur kom fyrirgjöf þar sem enginn dekkaði sóknarmann og í annað sinn á skömmum tíma fékk leikmaður Fylkis skallafæri af stuttu færi sem hann nýtti. Þegar allt virtist stefna í sigur Fylkis kom jöfnunarmark Fjölnis eins og þruma úr heiðskíru lofti. Illugi Þór Gunnarsson fékk þá boltann þrjátíu metrum frá marki, tók boltann á kassann og skoraði með fallegu langskoti sem sveif yfir Bjarna Þórð. Leikmenn Fylkis náðu að taka miðjuna en komust ekki lengra áður en Gunnar Jarl flautaði leikinn af. Gott stig fyrir Fjölnismenn í ljósi þess að liðið lenti undir skömmu fyrir lok leiksins en spilamennska liðsins í seinni hálfleik var slök og þarf liðið að fara að safna inn fleiri stigum ætli þeir sér ekki að sogast niður í fallbaráttuna. Ásmundur getur verið ánægður með spilamennsku Fylkis í fyrri hálfleik en annan leikinn í röð gerðu leikmenn liðsins sér erfitt fyrir með slakri frammistöðu í fyrri hálfleik. Illugi: Ekki tími fyrir annað en skotVísir/Valli„Miðað við seinni hálfleikinn þá erum við sáttir við þetta stig,“ sagði Illugi Þór Gunnarsson, leikmaður Fjölnis, eftir leikinn en Illugi skoraði jöfnunarmark Fjölnis með glæsilegu skoti á lokasekúndum leiksins. „Ég heyrði Gunnar Jarl segja að það væru 20 sekúndur eftir þegar Beggi spurði hann og það var ekki tími fyrir annað en skot.“ Fjölnir komst í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en góður kafli Fylkismanna í seinni hálfleik sneri taflinu við og virtust gestirnir ætla að taka stigin þrjú áður en Illugi jafnaði metin. „Þetta var ágætt í fyrri en það var svosem ekki mikið í gangi. Það duttu inn tvö mörk en manni fannst að það væri ekki mikið milli liðanna en spilamennskan í seinni hálfleik var mjög slök. Það vantaði alla baráttu í liðið í seinni hálfleik, þeir átu alla seinni bolta og það var erfitt að eiga við það.“ Biðin lengist því eftir sigri en Fjölnir hefur ekki unnið leik frá 2-1 sigrinum gegn Þór fyrir norðan í annarri umferð. „Við erum búnir að vera að spila við toppliðin sem fyrirfram er ekki hægt að búast við mörgum stigum úr. Auðvitað vill maður fá þrjú stig og framundan eru spennandi leikir sem við getum vonandi farið að næla í fleiri stig í. Það eru allir brattir hér og við komum tvíefldir í næstu leiki.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Illugi skorar með glæsilegu skoti gegn Fylki en hann gerði það einnig þegar liðin mættust síðast á Fjölnisvelli árið 2009. „Það hefur hitt þannig á, að skora alltaf flott mörk gegn Fylki,“ sagði Illugi léttur. Ásmundur: Væri lengi að þylja upp hálfleiksræðunaVísir/Valli„Við vorum slakir í fyrri hálfleik og fengum á okkur tvö ódýr mörk,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, sem tók undir að það hefðu tvö stig tapast í kvöld. „Miðað við seinni hálfleikinn þá já. Við sýndum mikinn styrk með því að snúa stöðunni okkur í hag og að vera komnir í forystu en við gloprum því niður í lokin. Ég tek út úr þessu að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka,“ Ásmundi fannst gríðarlegur munur á spilamennsku liðsins í fyrri og seinni hálfleik en þetta hefur einkennt liðið undanfarnar vikur. „Fyrri hálfleikurinn var áframhald af síðustu vikum. Við höfum verið að fá á okkur ódýr og of mörg mörk í fyrri hálfleik en loksins náðu leikmenn að rífa sig upp og sýna sitt rétta andlit í seinni hálfleik,“ Ásmundur gat ekki þulið upp hálfleiksræðuna en viðurkenndi að skilaboðin hefðu verið skýr. „Það er full langt mál að fara yfir þetta allt saman en við reyndum bara að fara yfir hvað það væri sem við hefðum gert rangt. Ég verð að hrósa strákunum fyrir það hvernig þeir komu inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Ásmundur.Vísir/Valli Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Loksins sigrar hjá Eyjamönnum og Blikum ÍBV og Breiðablik unnu bæði sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í fótbolta í kvöld og þar með hafa öll tólf lið deildarinnar fagnað sigri í fyrstu tíu umferðunum. 2. júlí 2014 16:34 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | KR-ingar refsuðu fyrir mistökin KR vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla og stöðvaði um leið sigurgöngu nýliða Víkinga. 2. júlí 2014 18:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Glæsilegt jöfnunarmark Illuga Þórs Gunnarssonar af þrjátíu metra færi tryggði Fjölnismönnum stig í 3-3 jafntefli gegn Fylki í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu verðskuldað forystunni um miðbik hálfleiksins. Cristopher Paul Tsonis tók glæsilega á móti sendingu Ragnars Leóssonar og renndi boltanum framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni í marki Fylkis. Þrátt fyrir að vera lenda undir virtust leikmenn Fylkis ekki ætla að vakna til lífsins. Gunnar Már Guðmundsson bætti við marki fyrir Fjölni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og kom heimamönnum í 2-0. Þá renndi Tsonis boltanum á Gunnar sem skaut fallegu skoti yfir Bjarna Þórð og stuttu síðar flautaði Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins til hálfleiks. Um miðbik seinni hálfleiks kom hinsvegar frábær kafli sem Fylkismenn notfærðu sér til þess að snúa leiknum sér í hag. Stefán Ragnar Guðlaugsson minnkaði muninn um miðbik hálfleiksins með föstu skoti af fjærstöng og skyndilega voru Fylkismenn komnir aftur inn í leikinn. Kristján Valdimarsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fékk sendingu inn á markteig þar sem hann var ódekkaður og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Sousa virtist svo hafa tryggt Fylkismönnum stigin þrjú þegar hann kom gestunum yfir fimm mínútum fyrir leikslok. Aftur kom fyrirgjöf þar sem enginn dekkaði sóknarmann og í annað sinn á skömmum tíma fékk leikmaður Fylkis skallafæri af stuttu færi sem hann nýtti. Þegar allt virtist stefna í sigur Fylkis kom jöfnunarmark Fjölnis eins og þruma úr heiðskíru lofti. Illugi Þór Gunnarsson fékk þá boltann þrjátíu metrum frá marki, tók boltann á kassann og skoraði með fallegu langskoti sem sveif yfir Bjarna Þórð. Leikmenn Fylkis náðu að taka miðjuna en komust ekki lengra áður en Gunnar Jarl flautaði leikinn af. Gott stig fyrir Fjölnismenn í ljósi þess að liðið lenti undir skömmu fyrir lok leiksins en spilamennska liðsins í seinni hálfleik var slök og þarf liðið að fara að safna inn fleiri stigum ætli þeir sér ekki að sogast niður í fallbaráttuna. Ásmundur getur verið ánægður með spilamennsku Fylkis í fyrri hálfleik en annan leikinn í röð gerðu leikmenn liðsins sér erfitt fyrir með slakri frammistöðu í fyrri hálfleik. Illugi: Ekki tími fyrir annað en skotVísir/Valli„Miðað við seinni hálfleikinn þá erum við sáttir við þetta stig,“ sagði Illugi Þór Gunnarsson, leikmaður Fjölnis, eftir leikinn en Illugi skoraði jöfnunarmark Fjölnis með glæsilegu skoti á lokasekúndum leiksins. „Ég heyrði Gunnar Jarl segja að það væru 20 sekúndur eftir þegar Beggi spurði hann og það var ekki tími fyrir annað en skot.“ Fjölnir komst í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks en góður kafli Fylkismanna í seinni hálfleik sneri taflinu við og virtust gestirnir ætla að taka stigin þrjú áður en Illugi jafnaði metin. „Þetta var ágætt í fyrri en það var svosem ekki mikið í gangi. Það duttu inn tvö mörk en manni fannst að það væri ekki mikið milli liðanna en spilamennskan í seinni hálfleik var mjög slök. Það vantaði alla baráttu í liðið í seinni hálfleik, þeir átu alla seinni bolta og það var erfitt að eiga við það.“ Biðin lengist því eftir sigri en Fjölnir hefur ekki unnið leik frá 2-1 sigrinum gegn Þór fyrir norðan í annarri umferð. „Við erum búnir að vera að spila við toppliðin sem fyrirfram er ekki hægt að búast við mörgum stigum úr. Auðvitað vill maður fá þrjú stig og framundan eru spennandi leikir sem við getum vonandi farið að næla í fleiri stig í. Það eru allir brattir hér og við komum tvíefldir í næstu leiki.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Illugi skorar með glæsilegu skoti gegn Fylki en hann gerði það einnig þegar liðin mættust síðast á Fjölnisvelli árið 2009. „Það hefur hitt þannig á, að skora alltaf flott mörk gegn Fylki,“ sagði Illugi léttur. Ásmundur: Væri lengi að þylja upp hálfleiksræðunaVísir/Valli„Við vorum slakir í fyrri hálfleik og fengum á okkur tvö ódýr mörk,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, sem tók undir að það hefðu tvö stig tapast í kvöld. „Miðað við seinni hálfleikinn þá já. Við sýndum mikinn styrk með því að snúa stöðunni okkur í hag og að vera komnir í forystu en við gloprum því niður í lokin. Ég tek út úr þessu að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka,“ Ásmundi fannst gríðarlegur munur á spilamennsku liðsins í fyrri og seinni hálfleik en þetta hefur einkennt liðið undanfarnar vikur. „Fyrri hálfleikurinn var áframhald af síðustu vikum. Við höfum verið að fá á okkur ódýr og of mörg mörk í fyrri hálfleik en loksins náðu leikmenn að rífa sig upp og sýna sitt rétta andlit í seinni hálfleik,“ Ásmundur gat ekki þulið upp hálfleiksræðuna en viðurkenndi að skilaboðin hefðu verið skýr. „Það er full langt mál að fara yfir þetta allt saman en við reyndum bara að fara yfir hvað það væri sem við hefðum gert rangt. Ég verð að hrósa strákunum fyrir það hvernig þeir komu inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Ásmundur.Vísir/Valli
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Loksins sigrar hjá Eyjamönnum og Blikum ÍBV og Breiðablik unnu bæði sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í fótbolta í kvöld og þar með hafa öll tólf lið deildarinnar fagnað sigri í fyrstu tíu umferðunum. 2. júlí 2014 16:34 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | KR-ingar refsuðu fyrir mistökin KR vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla og stöðvaði um leið sigurgöngu nýliða Víkinga. 2. júlí 2014 18:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Loksins sigrar hjá Eyjamönnum og Blikum ÍBV og Breiðablik unnu bæði sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í fótbolta í kvöld og þar með hafa öll tólf lið deildarinnar fagnað sigri í fyrstu tíu umferðunum. 2. júlí 2014 16:34
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | KR-ingar refsuðu fyrir mistökin KR vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla og stöðvaði um leið sigurgöngu nýliða Víkinga. 2. júlí 2014 18:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15