Fyrir skömmu afhentu starfsmenn Skeljungs Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, afrakstur söfnunar Orkunnar í ár sem rennur til styrktar Bleiku slaufunnar.
Orkan hefur um árabil styrkt Bleiku slaufuna m.a. með sérstökum Orkulykli þar sem 1 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra rennur til samtakanna. Í október hækkar sú upphæð í 2 kr. og í sama mánuði fer einnig fram bleikur ofurdagur þar sem 2 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra, óháð greiðslumáta, renna til Bleiku slaufunnar.
1.153.432 kr. söfnuðust í ár og til að fagna þessum frábæra árangri ákváðu starfsmenn Skeljungs að bregða á leik og afhenda Ragnheiði upphæðina á risastórum Orkulykli í stað hefðbundinnar ávísunar.
„Stuðningur fyrirtækja og einstaklinga skiptir miklu máli fyrir starfsemi Krabbameinsfélagsins, ekki bara fjárhagslega heldur einnig við að koma skilboðunum á framfæri til almennings. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning sem okkur er sýndur“ segir Ragnheiður
