Benda hvor á annan vegna blóðgjafabanns ingvar haraldsson skrifar 6. ágúst 2014 07:30 Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður stjórnar Hinsegin daga, var á meðal blóðgjafa í Blóðbankanum í gær. vísir/gva Hinsegin dagar hófust í gær á því að fólk var hvatt til að mæta í Blóðbankann að gefa blóð fyrir samkynhneigða karla en þeim er ekki heimilt að gefa blóð í Blóðbankanum. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar heimsókn Hinsegin daga en segir reglurnar á Íslandi vera svipaðar og í flestum öðrum löndum. Þó séu nokkur lönd sem leyfi blóðgjafir karla sem ekki hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni um nokkurra ára skeið.Sveinn Guðmundsson segir að heilbrigiðsyfirvöld þurfi að móta sér stefnu er varðar blóðgjafir samkynhneigðra.Sveinn segir að sé áhugi á að breyta reglunum eigi að fara eftir samþykkt Evrópuráðsins frá því í mars árið 2013 sem Ísland er aðili að. „Þar er lögð lína um hvernig þetta skuli gert. Þar er kveðið á um að ekki skuli gera breytingar sem auki áhættu blóðþega. Áhættumat þarf einnig að fara fram í þjóðfélaginu,“ segir Sveinn og bætir við að því þurfi sóttvarnalæknir að stýra. „Það er í höndum höndum heilbrigðisyfirvalda að breyta þessum reglum,“ heldur Sveinn áfram og vísar í fyrrnefnda samþykkt Evrópuráðsins. „Þar er kveðið á um að það sé skylda heilbrigðisyfirvalda í hverju landi að móta stefnu um í þessum málaflokki.“Landlæknisembættið bendir aftur á Blóðbankann Þegar svara var leitað hjá Landlæknisembættinu var vísað aftur á Blóðbankann. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir: „Sveinn hefur vísað þessu á okkur en við höfum sagt honum að það sé Blóðbankinn sem setji þessar reglur. Við höfum stutt hann í því sem hann telur skynsamlegt í samræmi við aðrar alþjóðlegar stofnanir.“ Varðandi tíðni smitsjúkdóma segir Þórólfur það vera þekkt að „það er hærra hlutfall samkynhneigðra karlmanna en gagnkynhneigðra sem smitast af HIV.“ Samkvæmt gögnum frá Landlæknisembættinu smituðust 29 samkynhneigðir af alnæmi síðastliðinn áratug en 62 gagnkynhneigðir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki hafa skoðað málið sérstaklega en fagnar umræðu um málið. „Það hljóta að vera gerðar breytingar á regluverki um blóðgjafir samhliða því sem þekkingu og tækni heilbrigðisyfirvalda fleygir fram.“ Kristján áréttar þó að „…við vinnum í alþjóðlegu regluverki, og Ísland er aðili að samþykkt Evrópuráðsins í þessum efnum. Það er starfandi sérstök ráðgjafarnefnd um blóðbankaþjónustu sem mun þá taka þetta mál til umfjöllunar í tengslum við þessa umræðu en þetta er eitthvert atriði sem við hröpum ekkert að í neinu fljótræði.“ Kynhegðun annara líka áhættusöm Gunnlaugur Bragi Björnsson, stjórnarmaður Hinsegin daga, segir vert að endurskoða reglurnar. „Það orkar tvímælis að þessar reglur hafi ekki verið endurskoðaðar líkt og hefur verið gert víða annars staðar. Löndum sem hafa verið að gefa tímaramma eða slaka á þessum reglum er að fjölga.“ Gunnlaugur bætir við að kynhegðun annarra hópa geti verið áhættusöm. „Það má líka velta fyrir sér hvort ekki ætti að taka harða á hvernig kynlífi fólk lifir því það eru fjölmargir aðrir áhættuhópar en samkynhneigðir karlmenn.“ Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Hinsegin dagar hófust í gær á því að fólk var hvatt til að mæta í Blóðbankann að gefa blóð fyrir samkynhneigða karla en þeim er ekki heimilt að gefa blóð í Blóðbankanum. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, fagnar heimsókn Hinsegin daga en segir reglurnar á Íslandi vera svipaðar og í flestum öðrum löndum. Þó séu nokkur lönd sem leyfi blóðgjafir karla sem ekki hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni um nokkurra ára skeið.Sveinn Guðmundsson segir að heilbrigiðsyfirvöld þurfi að móta sér stefnu er varðar blóðgjafir samkynhneigðra.Sveinn segir að sé áhugi á að breyta reglunum eigi að fara eftir samþykkt Evrópuráðsins frá því í mars árið 2013 sem Ísland er aðili að. „Þar er lögð lína um hvernig þetta skuli gert. Þar er kveðið á um að ekki skuli gera breytingar sem auki áhættu blóðþega. Áhættumat þarf einnig að fara fram í þjóðfélaginu,“ segir Sveinn og bætir við að því þurfi sóttvarnalæknir að stýra. „Það er í höndum höndum heilbrigðisyfirvalda að breyta þessum reglum,“ heldur Sveinn áfram og vísar í fyrrnefnda samþykkt Evrópuráðsins. „Þar er kveðið á um að það sé skylda heilbrigðisyfirvalda í hverju landi að móta stefnu um í þessum málaflokki.“Landlæknisembættið bendir aftur á Blóðbankann Þegar svara var leitað hjá Landlæknisembættinu var vísað aftur á Blóðbankann. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir: „Sveinn hefur vísað þessu á okkur en við höfum sagt honum að það sé Blóðbankinn sem setji þessar reglur. Við höfum stutt hann í því sem hann telur skynsamlegt í samræmi við aðrar alþjóðlegar stofnanir.“ Varðandi tíðni smitsjúkdóma segir Þórólfur það vera þekkt að „það er hærra hlutfall samkynhneigðra karlmanna en gagnkynhneigðra sem smitast af HIV.“ Samkvæmt gögnum frá Landlæknisembættinu smituðust 29 samkynhneigðir af alnæmi síðastliðinn áratug en 62 gagnkynhneigðir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki hafa skoðað málið sérstaklega en fagnar umræðu um málið. „Það hljóta að vera gerðar breytingar á regluverki um blóðgjafir samhliða því sem þekkingu og tækni heilbrigðisyfirvalda fleygir fram.“ Kristján áréttar þó að „…við vinnum í alþjóðlegu regluverki, og Ísland er aðili að samþykkt Evrópuráðsins í þessum efnum. Það er starfandi sérstök ráðgjafarnefnd um blóðbankaþjónustu sem mun þá taka þetta mál til umfjöllunar í tengslum við þessa umræðu en þetta er eitthvert atriði sem við hröpum ekkert að í neinu fljótræði.“ Kynhegðun annara líka áhættusöm Gunnlaugur Bragi Björnsson, stjórnarmaður Hinsegin daga, segir vert að endurskoða reglurnar. „Það orkar tvímælis að þessar reglur hafi ekki verið endurskoðaðar líkt og hefur verið gert víða annars staðar. Löndum sem hafa verið að gefa tímaramma eða slaka á þessum reglum er að fjölga.“ Gunnlaugur bætir við að kynhegðun annarra hópa geti verið áhættusöm. „Það má líka velta fyrir sér hvort ekki ætti að taka harða á hvernig kynlífi fólk lifir því það eru fjölmargir aðrir áhættuhópar en samkynhneigðir karlmenn.“
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira