Varar við snörpum vindhviðum á morgun Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 11:42 Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem olli usla í Karíbahafi fyrr í vikunni. Vísir/Arnþór Birkisson Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó. Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó.
Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira