Dave Grohl sama um Spotify Þórður Ingi Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 11:30 Áður var Dave Grohl trommari Nirvana. Á undanförnum árum hafa margir tónlistarmenn eins og Taylor Swift, Thom Yorke, David Byrne og Pink Floyd gagnrýnt streymissíður svo sem Spotify fyrir að borga ekki listamönnunum nægan skerf. Söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Foo Fighters, Dave Grohl, er ósammála þessu. „Mér er drullusama, persónulega,“ sagði Grohl í viðtali við síðuna Digital Spy. „Það er bara ég, af því að við spilum tvisvar á Wembley-leikvanginum í sumar.“ Grohl telur auglýsinguna sem sveitir fá á Spotify bæta upp lítinn gróða. „Ég vil að fólk heyri tónlistina okkar, mér er sama hvort þú borgar einn dal eða tuttugu dali fyrir það, hlustaðu bara á helvítis lagið. En ég get skilið af hverju aðrir gætu verið á móti því.“ „Viltu að fólk hlusti á helvítis tónlistina þína? Gefðu þeim tónlistina þína. Farðu síðan og spilaðu á tónleikum. Ef þau njóta tónlistarinnar þinnar munu þau fara á tónleika. Ég tel það vera svo einfalt og ég held að það hafi virkað þannig einu sinni. Þegar við vorum ungir og í mjög lélegum pönksveitum voru engir starfsmöguleikar en við elskuðum að spila og fólk elskaði að sjá okkur spila.“ Grohl segir jafnframt áhersluna á tækni hafa gert sambandið á milli áhorfenda og tónlistarmanna úrelt. Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir tónlistarmenn eins og Taylor Swift, Thom Yorke, David Byrne og Pink Floyd gagnrýnt streymissíður svo sem Spotify fyrir að borga ekki listamönnunum nægan skerf. Söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Foo Fighters, Dave Grohl, er ósammála þessu. „Mér er drullusama, persónulega,“ sagði Grohl í viðtali við síðuna Digital Spy. „Það er bara ég, af því að við spilum tvisvar á Wembley-leikvanginum í sumar.“ Grohl telur auglýsinguna sem sveitir fá á Spotify bæta upp lítinn gróða. „Ég vil að fólk heyri tónlistina okkar, mér er sama hvort þú borgar einn dal eða tuttugu dali fyrir það, hlustaðu bara á helvítis lagið. En ég get skilið af hverju aðrir gætu verið á móti því.“ „Viltu að fólk hlusti á helvítis tónlistina þína? Gefðu þeim tónlistina þína. Farðu síðan og spilaðu á tónleikum. Ef þau njóta tónlistarinnar þinnar munu þau fara á tónleika. Ég tel það vera svo einfalt og ég held að það hafi virkað þannig einu sinni. Þegar við vorum ungir og í mjög lélegum pönksveitum voru engir starfsmöguleikar en við elskuðum að spila og fólk elskaði að sjá okkur spila.“ Grohl segir jafnframt áhersluna á tækni hafa gert sambandið á milli áhorfenda og tónlistarmanna úrelt.
Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira