Ginter safnar fyrir börnin á Gasa Baldvin Þormóðsson skrifar 21. ágúst 2014 12:00 Wictoria ákvað að taka málin í eigin hendur. Vísir/Andri marinó „Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi. Tónlist Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi.
Tónlist Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira