Skilaboðin eru skýr Birta Björnsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 20:00 Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, en Foley var einn þeirra rúmlega 20 gísla sem samtökin halda föngnum. ,,Þetta er hræðlegt. Fólk getur dáið á mismunandi hátt, en þetta er hræðilegasta leiðin. Ég hugsa stöðugt um hvað hann hefur liðið miklar kvalir og hversu grimmilegt þetta er," sagði John Foley, faðir James, á blaðamannafundi sem þau foreldrar hans héldu í gær.Foley er ekki eini maðurinn sem samtökin Íslamst ríki hafa aflífað með þessarri aðferð, en sýnileikinn og skilaboðin velta upp þeirri spurningu hvað gerist næst. Skilaboðin frá samtökunum eru skýr, hætti Bandaríkjamenn ekki loftárásum sínum á yfirráðasvæði samtakanna hið snarasta hlýtur bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff sömu örlog og Foley. Síðan myndbandið var birt hafa Bandaríkjamenn hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum og aðstoð við Kúrda í baráttunni við hin herskáu IS-samtök og ljóst er að við ramman reip er að draga. Samtökin Íslamst ríki hafa styrkt stöðu sína umtalsvert síðastliðið árið bæði í Sýrlandi og Írak en á kortinu má sjá þær borgir, bæji og landsvæði sem samtökin hafa náð á sitt vald undanfarið ár, eins og sjá má á korti á meðfylgjandi myndbandi. Margt er á huldu um samtökin sjálf og óljóst nákvæmlega hversu margir manna vopnaðar vígasveitir þeirra. Ljóst þykir þó að um býsna alþjóðleg samtök er að ræða, og vitað er að liðsmenn samtakanna koma meðal annars frá Þýskalandi, Rússlandi, Indónesíu, Spáni, Frakklandi, Jórdaníu, Hollandi og Bretlandi. Yfirvöld í Bretlandi leita nú logandi ljósi af upplýsingum um landa sinn, böðulinn sem sést í myndbandinu af aftöku Foley. Ábending barst frá manni, sem áður var haldið föngnum í Sýrlandi, að böðullinn gangi undir nafninu John og tilheyri jafnframt breskum ofsatrúarhópi sem nefnist Bítlarnir. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.,,Við vitum að of margir breskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til að taka þátt í ofbeldi og öfgum. Við stjórnvöld ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þessari þróun," sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim, en Foley var einn þeirra rúmlega 20 gísla sem samtökin halda föngnum. ,,Þetta er hræðlegt. Fólk getur dáið á mismunandi hátt, en þetta er hræðilegasta leiðin. Ég hugsa stöðugt um hvað hann hefur liðið miklar kvalir og hversu grimmilegt þetta er," sagði John Foley, faðir James, á blaðamannafundi sem þau foreldrar hans héldu í gær.Foley er ekki eini maðurinn sem samtökin Íslamst ríki hafa aflífað með þessarri aðferð, en sýnileikinn og skilaboðin velta upp þeirri spurningu hvað gerist næst. Skilaboðin frá samtökunum eru skýr, hætti Bandaríkjamenn ekki loftárásum sínum á yfirráðasvæði samtakanna hið snarasta hlýtur bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff sömu örlog og Foley. Síðan myndbandið var birt hafa Bandaríkjamenn hinsvegar haldið áfram loftárásum sínum og aðstoð við Kúrda í baráttunni við hin herskáu IS-samtök og ljóst er að við ramman reip er að draga. Samtökin Íslamst ríki hafa styrkt stöðu sína umtalsvert síðastliðið árið bæði í Sýrlandi og Írak en á kortinu má sjá þær borgir, bæji og landsvæði sem samtökin hafa náð á sitt vald undanfarið ár, eins og sjá má á korti á meðfylgjandi myndbandi. Margt er á huldu um samtökin sjálf og óljóst nákvæmlega hversu margir manna vopnaðar vígasveitir þeirra. Ljóst þykir þó að um býsna alþjóðleg samtök er að ræða, og vitað er að liðsmenn samtakanna koma meðal annars frá Þýskalandi, Rússlandi, Indónesíu, Spáni, Frakklandi, Jórdaníu, Hollandi og Bretlandi. Yfirvöld í Bretlandi leita nú logandi ljósi af upplýsingum um landa sinn, böðulinn sem sést í myndbandinu af aftöku Foley. Ábending barst frá manni, sem áður var haldið föngnum í Sýrlandi, að böðullinn gangi undir nafninu John og tilheyri jafnframt breskum ofsatrúarhópi sem nefnist Bítlarnir. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sneri heim úr sumarleyfi sínu í gær til að fylgjast með framvindu mála í leitinni að böðlinum.,,Við vitum að of margir breskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til að taka þátt í ofbeldi og öfgum. Við stjórnvöld ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þessari þróun," sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira