Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Randver Kári Randversson skrifar 21. ágúst 2014 19:32 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Pjetur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sem lögð var fram þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á fundi Borgarráðs í dag, eru vinnubrögðin sem viðhöfð voru við rannsóknina sögð ómarktæk. Um 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru í rannsókninni falli utan þess tímabils sem höfundi var falið að skoða, og um 40% af rannsóknarandlaginu fjalli um umræðuna um byggingu mosku í Reykjavík og hafi Moskumálið svokallaða verið skoðað yfir lengra tímabil en aðrir hlutar rannsóknarinnar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar um fyrirhugaða byggingu mosku í Reykjavík hafi einkennst af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum hafi verið látin falla sem geti mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Borgarráðsfulltrúar annarra flokka lögðu fram sameiginlega bókun þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að niðurstöður greiningarinnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu. Bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina hljóðar svo í heild:Um leið og við fögnum umræðu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, þá teljum við að niðurstöðu skýrslunnar (bls. 24-25) megi draga verulega í efa, þar sem tæp 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru féllu fyrir utan það tímabil (1. mars 2013-1. mars 2014) sem skýrsluhöfundi var falið að skoða. Alls voru skoðuð 14.815 ummæli og af þeim voru 5.725 tengd umræðu um byggingu mosku í Reykjavík í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2014 og er það 40% af rannsóknarandlaginu. Við skýrslugerðina var fylgst með umræðu um byggingu mosku fram í júlí 2014 en önnur rannsóknarandlög ekki skoðuð á framlengdu tímabili. Eru slík vinnubrögð ómarktæk og gera annars góða vinnu afar haldlita við greiningu verkefnisins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:Borgarráðsfulltrúarnir þakka fyrir mikilvægt framlag til greiningar á hatursorðræðu í samfélaginu. Brýnt er að niðurstöðurnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu og að Reykjavíkurborg láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Tengdar fréttir Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sem lögð var fram þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á fundi Borgarráðs í dag, eru vinnubrögðin sem viðhöfð voru við rannsóknina sögð ómarktæk. Um 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru í rannsókninni falli utan þess tímabils sem höfundi var falið að skoða, og um 40% af rannsóknarandlaginu fjalli um umræðuna um byggingu mosku í Reykjavík og hafi Moskumálið svokallaða verið skoðað yfir lengra tímabil en aðrir hlutar rannsóknarinnar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar um fyrirhugaða byggingu mosku í Reykjavík hafi einkennst af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum hafi verið látin falla sem geti mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Borgarráðsfulltrúar annarra flokka lögðu fram sameiginlega bókun þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að niðurstöður greiningarinnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu. Bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina hljóðar svo í heild:Um leið og við fögnum umræðu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, þá teljum við að niðurstöðu skýrslunnar (bls. 24-25) megi draga verulega í efa, þar sem tæp 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru féllu fyrir utan það tímabil (1. mars 2013-1. mars 2014) sem skýrsluhöfundi var falið að skoða. Alls voru skoðuð 14.815 ummæli og af þeim voru 5.725 tengd umræðu um byggingu mosku í Reykjavík í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2014 og er það 40% af rannsóknarandlaginu. Við skýrslugerðina var fylgst með umræðu um byggingu mosku fram í júlí 2014 en önnur rannsóknarandlög ekki skoðuð á framlengdu tímabili. Eru slík vinnubrögð ómarktæk og gera annars góða vinnu afar haldlita við greiningu verkefnisins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:Borgarráðsfulltrúarnir þakka fyrir mikilvægt framlag til greiningar á hatursorðræðu í samfélaginu. Brýnt er að niðurstöðurnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu og að Reykjavíkurborg láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.
Tengdar fréttir Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20