Fékk leyfi hjá biskupnum Álfrún Pálsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 11:30 Sigríður Soffía hefur í nógu að snúast í kvöld þegar hún samstillir dansara, flugelda og kirkjuklukkur í lokatónum Menningarnætur. Vísir/Andri Marinó „Ég er frekar stressuð því það getur svo margt farið úrskeiðis en við erum með A-, B-, C- og D-plan og samstillt úr,“ segir dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir sem ber mikla ábyrgð í kvöld þegar verk hennar Töfrar verður frumflutt af flugeldum, dönsurum og 32 kirkjum víðs vegar um landið á slaginu 23 í kvöld. Þetta er annað sinn sem Sigríður sér um þessa lokasýningu á Menningarnótt en það er í mörg horn á líta þegar maður er að stjórna dönsurum, flugeldum og kirkjuklukkum á sama tíma. „Ég leitaði innblásturs í þjóðsögur þar sem kirkjur og kirkjuklukkur leika stórt hlutverk. Þar er kirkjuklukkum til dæmis yfirleitt hringt til bjarga málunum og verja mannskapinn fyrir til dæmis eldgosum. Við erum að leggja okkar af mörkum ef það skyldi gjósa um helgina,“ segir Sigríður Soffía sem þurfti að fá leyfi hjá sjálfum biskupnum til að fá að hringja klukkum kirkna víðs vegar um landið. „Þau hjá Biskupsstofu voru ánægð með framtakið og gáfu mér leyfi til að ræsa út yfir 30 hringjara sem verða tilbúnir á sínum stað í kvöld. Með því að hafa kirkjurnar á víð og dreif um landið er ég að færa verkið nær landsbyggðinni líka.“ Kvennastrengjasveit sér um að flytja verk Arvos Pärt, Cantus in Memoriam Benjamin Britten, undir atriðinu en það reyndist þrautin þyngri að fá nóturnar. „Mig langaði mikið að spila þessa tónlist undir og er af snjallsímaskynslóðinni svo að ég hélt að ég gæti fengið nóturnar á pdf í símann á 10 mínutnum. En svoleiðis var það aldeilis ekki. Nóturnar eru geymdar í innsigluðum kassa hjá manni í Vínarborg sem okkur tókst að hafa upp á fyrir 10 dögum og fengum þær sendar með hraðpósti til landsins. Það eru strangar reglur sem fylgja þessum nótum og ég þarf, eftir að hljómsveitin er búin að spila, að safna öllu saman, innsigla kassann og senda út á ný.“ Sigríður hlakkar mjög til kvöldsins en sýningin byrjar sem fyrr segir klukkan 23 á bökkum gömlu hafnarinnar í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem heima sitja geta fylgst með í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Ég er frekar stressuð því það getur svo margt farið úrskeiðis en við erum með A-, B-, C- og D-plan og samstillt úr,“ segir dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir sem ber mikla ábyrgð í kvöld þegar verk hennar Töfrar verður frumflutt af flugeldum, dönsurum og 32 kirkjum víðs vegar um landið á slaginu 23 í kvöld. Þetta er annað sinn sem Sigríður sér um þessa lokasýningu á Menningarnótt en það er í mörg horn á líta þegar maður er að stjórna dönsurum, flugeldum og kirkjuklukkum á sama tíma. „Ég leitaði innblásturs í þjóðsögur þar sem kirkjur og kirkjuklukkur leika stórt hlutverk. Þar er kirkjuklukkum til dæmis yfirleitt hringt til bjarga málunum og verja mannskapinn fyrir til dæmis eldgosum. Við erum að leggja okkar af mörkum ef það skyldi gjósa um helgina,“ segir Sigríður Soffía sem þurfti að fá leyfi hjá sjálfum biskupnum til að fá að hringja klukkum kirkna víðs vegar um landið. „Þau hjá Biskupsstofu voru ánægð með framtakið og gáfu mér leyfi til að ræsa út yfir 30 hringjara sem verða tilbúnir á sínum stað í kvöld. Með því að hafa kirkjurnar á víð og dreif um landið er ég að færa verkið nær landsbyggðinni líka.“ Kvennastrengjasveit sér um að flytja verk Arvos Pärt, Cantus in Memoriam Benjamin Britten, undir atriðinu en það reyndist þrautin þyngri að fá nóturnar. „Mig langaði mikið að spila þessa tónlist undir og er af snjallsímaskynslóðinni svo að ég hélt að ég gæti fengið nóturnar á pdf í símann á 10 mínutnum. En svoleiðis var það aldeilis ekki. Nóturnar eru geymdar í innsigluðum kassa hjá manni í Vínarborg sem okkur tókst að hafa upp á fyrir 10 dögum og fengum þær sendar með hraðpósti til landsins. Það eru strangar reglur sem fylgja þessum nótum og ég þarf, eftir að hljómsveitin er búin að spila, að safna öllu saman, innsigla kassann og senda út á ný.“ Sigríður hlakkar mjög til kvöldsins en sýningin byrjar sem fyrr segir klukkan 23 á bökkum gömlu hafnarinnar í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem heima sitja geta fylgst með í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira