Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2014 10:12 Mennirnir tveir eru í haldi lögreglu en farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið yfir rannsókn í máli þar sem bensínsprengju eða svonefndum Molotov kokteil var kastað í bíl fulltrúa Sýslumannsins á Akureyri við heimili hans í bænum í gærmorgun. Fyrr um nóttina ógnaði grímuklæddur maður fulltrúanum með hníf á heimili hans. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Óttast er að þriðji maðurinn, höfuðpaurinn í málinu, gangi mögulega enn laus. Mennirnir voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir í gær og hófust yfirheyrslur ekki fyrr en síðdegis. Reiknað er með því að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald upp úr hádegi í dag. Ástæða þess að lögreglan í höfuðborginni hefur tekið yfir rannsókn málsins er sú að lögreglan norðan heiða ákvað að segja sig frá málinu enda um árás gegn fulltrúa embættisins á Akureyri að ræða.Hefði getað farið mun verr Samkvæmt heimildum Vísis hefði getað farið mun verr hefðu ódæðismennirnir verið betur að sér við gerð bensínsprengju. Hefði hún verið útbúin á réttan hátt hefði hún getað valdið skaða allt upp í tíu til fimmtán metra radíus.Vikudagur hefur eftir nágrönnum mannsins í Brekkuhverfi að þeir séu óttaslegnir. Hafi sumir meira að segja vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu.Þá greinir Akureyri.net frá því að mennirnir tveir séu á þrítugsaldri og hafi báðir komið við sögu lögreglu. Annar sé raunar nýkominn út fangelsi. Hinn sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Þá ku annar mannanna hafa ráðist á starfsmann á skrifstofu sýslumanns á Akureyri á mánudaginn. Var hann ósáttur við að fá ekki afgreiðslu eftir auglýstan opnunartíma. Sló hann starfsmann í brjóst og tók á honum. Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið yfir rannsókn í máli þar sem bensínsprengju eða svonefndum Molotov kokteil var kastað í bíl fulltrúa Sýslumannsins á Akureyri við heimili hans í bænum í gærmorgun. Fyrr um nóttina ógnaði grímuklæddur maður fulltrúanum með hníf á heimili hans. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Óttast er að þriðji maðurinn, höfuðpaurinn í málinu, gangi mögulega enn laus. Mennirnir voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir í gær og hófust yfirheyrslur ekki fyrr en síðdegis. Reiknað er með því að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald upp úr hádegi í dag. Ástæða þess að lögreglan í höfuðborginni hefur tekið yfir rannsókn málsins er sú að lögreglan norðan heiða ákvað að segja sig frá málinu enda um árás gegn fulltrúa embættisins á Akureyri að ræða.Hefði getað farið mun verr Samkvæmt heimildum Vísis hefði getað farið mun verr hefðu ódæðismennirnir verið betur að sér við gerð bensínsprengju. Hefði hún verið útbúin á réttan hátt hefði hún getað valdið skaða allt upp í tíu til fimmtán metra radíus.Vikudagur hefur eftir nágrönnum mannsins í Brekkuhverfi að þeir séu óttaslegnir. Hafi sumir meira að segja vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu.Þá greinir Akureyri.net frá því að mennirnir tveir séu á þrítugsaldri og hafi báðir komið við sögu lögreglu. Annar sé raunar nýkominn út fangelsi. Hinn sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Þá ku annar mannanna hafa ráðist á starfsmann á skrifstofu sýslumanns á Akureyri á mánudaginn. Var hann ósáttur við að fá ekki afgreiðslu eftir auglýstan opnunartíma. Sló hann starfsmann í brjóst og tók á honum.
Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03