Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2014 10:12 Mennirnir tveir eru í haldi lögreglu en farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið yfir rannsókn í máli þar sem bensínsprengju eða svonefndum Molotov kokteil var kastað í bíl fulltrúa Sýslumannsins á Akureyri við heimili hans í bænum í gærmorgun. Fyrr um nóttina ógnaði grímuklæddur maður fulltrúanum með hníf á heimili hans. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Óttast er að þriðji maðurinn, höfuðpaurinn í málinu, gangi mögulega enn laus. Mennirnir voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir í gær og hófust yfirheyrslur ekki fyrr en síðdegis. Reiknað er með því að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald upp úr hádegi í dag. Ástæða þess að lögreglan í höfuðborginni hefur tekið yfir rannsókn málsins er sú að lögreglan norðan heiða ákvað að segja sig frá málinu enda um árás gegn fulltrúa embættisins á Akureyri að ræða.Hefði getað farið mun verr Samkvæmt heimildum Vísis hefði getað farið mun verr hefðu ódæðismennirnir verið betur að sér við gerð bensínsprengju. Hefði hún verið útbúin á réttan hátt hefði hún getað valdið skaða allt upp í tíu til fimmtán metra radíus.Vikudagur hefur eftir nágrönnum mannsins í Brekkuhverfi að þeir séu óttaslegnir. Hafi sumir meira að segja vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu.Þá greinir Akureyri.net frá því að mennirnir tveir séu á þrítugsaldri og hafi báðir komið við sögu lögreglu. Annar sé raunar nýkominn út fangelsi. Hinn sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Þá ku annar mannanna hafa ráðist á starfsmann á skrifstofu sýslumanns á Akureyri á mánudaginn. Var hann ósáttur við að fá ekki afgreiðslu eftir auglýstan opnunartíma. Sló hann starfsmann í brjóst og tók á honum. Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið yfir rannsókn í máli þar sem bensínsprengju eða svonefndum Molotov kokteil var kastað í bíl fulltrúa Sýslumannsins á Akureyri við heimili hans í bænum í gærmorgun. Fyrr um nóttina ógnaði grímuklæddur maður fulltrúanum með hníf á heimili hans. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Óttast er að þriðji maðurinn, höfuðpaurinn í málinu, gangi mögulega enn laus. Mennirnir voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir í gær og hófust yfirheyrslur ekki fyrr en síðdegis. Reiknað er með því að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald upp úr hádegi í dag. Ástæða þess að lögreglan í höfuðborginni hefur tekið yfir rannsókn málsins er sú að lögreglan norðan heiða ákvað að segja sig frá málinu enda um árás gegn fulltrúa embættisins á Akureyri að ræða.Hefði getað farið mun verr Samkvæmt heimildum Vísis hefði getað farið mun verr hefðu ódæðismennirnir verið betur að sér við gerð bensínsprengju. Hefði hún verið útbúin á réttan hátt hefði hún getað valdið skaða allt upp í tíu til fimmtán metra radíus.Vikudagur hefur eftir nágrönnum mannsins í Brekkuhverfi að þeir séu óttaslegnir. Hafi sumir meira að segja vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu.Þá greinir Akureyri.net frá því að mennirnir tveir séu á þrítugsaldri og hafi báðir komið við sögu lögreglu. Annar sé raunar nýkominn út fangelsi. Hinn sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Þá ku annar mannanna hafa ráðist á starfsmann á skrifstofu sýslumanns á Akureyri á mánudaginn. Var hann ósáttur við að fá ekki afgreiðslu eftir auglýstan opnunartíma. Sló hann starfsmann í brjóst og tók á honum.
Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03