Þráðlist virðist vera talin tengjast konum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 15:30 "Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa,“ segir Ingiríður. Fréttablaðið/Valli Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira