Ísland í dag: Halda minningu Ölla á lofti Edda Sif Pálsdóttir skrifar 14. júlí 2014 14:41 Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall. Ölli, eins og hann var kallaður, vakti mikla athygli fyrir einstaka hæfileika á körfuboltavellinum og fékk ungur stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 1998. Í fyrra var gefin út heimildamynd um Ölla þar sem líf hans og afrek eru rifjuð upp og í kjölfarið stofnaður minningarsjóður sem ætlað er að styrkja börn úr fátækum fjölskyldum til íþróttaiðkunar. Í júní var í fyrsta skipti veitt úr sjóðnum og fékk Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna. Hægt er að styrkja sjóðinn með margvíslegum hætti, til dæmis með því að kaupa myndina eða með því að hlaupa fyrir sjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann var góður körfuboltamaður fyrr en ég sá myndina. Ég var alveg dolfallin og afskaplega sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri,“ segir Erna Agnarsdóttir, amma Ölla.„Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf“Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og einn besti vinur Ölla, var staddur í Bandaríkjunum þegar slysið varð en man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. „Ég var lengi að jafna mig og ástæðan fyrir því að ég fer ekki og klára námið mitt er að ég er bara ekki í stakk búinn að fara aftur út, aleinn,“ segir Logi. Í gegnum þessi fjórtán ár sem liðin eru segist Logi oft hafa hugsað til vinar síns og þess sem hefði getað orðið. „Við höfðum ákveðna drauma, um að spila saman í atvinnumennsku og töluðum oft um það. Meðan ég spilaði öll þessi ár úti í Evrópu hugsaði ég mikið til hans, sérstaklega inni á vellinum. Til dæmis þegar ég var á vítalínunni og allt var stopp, þá skaust hann inn í höfuðið á manni.“ Tengdar fréttir Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30 Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall. Ölli, eins og hann var kallaður, vakti mikla athygli fyrir einstaka hæfileika á körfuboltavellinum og fékk ungur stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 1998. Í fyrra var gefin út heimildamynd um Ölla þar sem líf hans og afrek eru rifjuð upp og í kjölfarið stofnaður minningarsjóður sem ætlað er að styrkja börn úr fátækum fjölskyldum til íþróttaiðkunar. Í júní var í fyrsta skipti veitt úr sjóðnum og fékk Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna. Hægt er að styrkja sjóðinn með margvíslegum hætti, til dæmis með því að kaupa myndina eða með því að hlaupa fyrir sjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann var góður körfuboltamaður fyrr en ég sá myndina. Ég var alveg dolfallin og afskaplega sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri,“ segir Erna Agnarsdóttir, amma Ölla.„Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf“Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og einn besti vinur Ölla, var staddur í Bandaríkjunum þegar slysið varð en man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. „Ég var lengi að jafna mig og ástæðan fyrir því að ég fer ekki og klára námið mitt er að ég er bara ekki í stakk búinn að fara aftur út, aleinn,“ segir Logi. Í gegnum þessi fjórtán ár sem liðin eru segist Logi oft hafa hugsað til vinar síns og þess sem hefði getað orðið. „Við höfðum ákveðna drauma, um að spila saman í atvinnumennsku og töluðum oft um það. Meðan ég spilaði öll þessi ár úti í Evrópu hugsaði ég mikið til hans, sérstaklega inni á vellinum. Til dæmis þegar ég var á vítalínunni og allt var stopp, þá skaust hann inn í höfuðið á manni.“
Tengdar fréttir Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30 Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30
Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54