Innlent

Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron

Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall.

Í haust verður frumsýnd heimildarmynd um körfuknattleiksmanninn í kvikmyndahúsum en Suðurnesjamaðurinn Garðar Örn Arnarson hefur unnið að gerð heimildarmyndarinnar frá því í febrúar á síðasta ári.

Myndin er í fullri lengd og rekur myndin feril Örlygs Arons. Rætt er við þjálfara, vini, mótspilara og ættingja í myndinni. Von er á stiklu (e.trailer) úr myndinni í júní næstkomandi en við á Vísi fengum tækifæri á að frumsýna fyrsta sýnishornið úr myndinni.

Hægt er að horfa á sýnishornið með því að smella á hlekkinn hér að ofan eða sjónvarpssíðu Vísis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.