"Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Randver Kári Randversson skrifar 14. júlí 2014 22:36 Pálmi Gestsson stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík á morgun um friðun húsa í bænum. Vísir/GVA „Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum. Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
„Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum.
Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40
„Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent