Fólk fauk eins og fjaðrir í rokinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2014 21:02 Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð. Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð.
Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27