Fólk fauk eins og fjaðrir í rokinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2014 21:02 Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð. Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð.
Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27