Fólk fauk eins og fjaðrir í rokinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2014 21:02 Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð. Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð.
Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27