Innlent

Benni Ólsari tjáir sig um árásina

SÁP skrifar
Benjamín starfar í dag sem einkaþjálfari í Sporthúsinu.
Benjamín starfar í dag sem einkaþjálfari í Sporthúsinu. vísir

„Það var greinilega verið að reyna ná sér niður á Gilla þar sem ég er vinur hans,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson, einnig þekktur sem Benni Ólsari, en ráðist var á hann fyrir utan Sporthúsið í gærkvöldi. 

Gilbert Sigurðsson, einnig þekktur sem Gilbert Soberman, birti mynd af Benjamín illa förnum í andlitinu á Facebook í dag. Benjamín segir árásina tengjast uppgjöri hans við Hilmar Leifsson.

Hann segir að fimm hettuklæddir menn hafi ráðist á Benjamín og barið hann með kylfum.

„Þetta voru menn sem voru greinilega frá Hilmari Leifssyni. Gilli setti upp færslu og þetta er bara svarið frá þeim.“

Benjamín leit ekki vel út eftir árásina.

Edrú og lifir góðu lífi

Gilbert og Hilmar hafa deilt undanfarna tíu mánuði eða svo. Í fyrradag birti Gilbert pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann vonaðist til að þessari langvinnu deilu á milli hans og Hilmars myndi ljúka. 

Benjamín þurfti að fara upp á sjúkrahús eftir árásina. 

„Ég er með brotið nef og bar á innvortis blæðingu eftir árásina. Svo er ég bara lemstraður út um allt. Þeir voru vopnaðir kylfum. Ég reyndi bara að verja á mér andlitið til að detta ekki út.“

Benjamín segist vera löngu hættur öllum afskiptum úr undirheiminum. 

„Ég er bara að reyna halda vinnunni og er í dag einkaþjálfari í Sporthúsinu. Það er bara verið að reyna skemma fyrir mér. Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja. Þeir þola bara ekki að ég sé edrú og að lifa góðu lífi. Það er verið að reyna draga mig inn í myrkrið.“

Ef lesendur hafa nánari upplýsingar um þá atburði sem hér eru til umfjöllunar eða ábendingar, þá endilega sendið skilaboð þess efnis á ritstjorn@visir.is


Tengdar fréttir

Brunabíla-Ragnar dæmdur til að greiða fimm milljónir

Fyrrum skemmtistaðaeigandinn Ragnar Magnússon, stundum kallaður Brunabílaragnar, var dæmdur, ásamt konu, bróður og föður, til þess að greiða Ölgerð Egils Skallagrímssonar fimm milljónir vegna ógreiddra reikninga.

Benni Ólsari ákærður fyrir Kompás-árás

Benjamín Þ. Þorgrímsson hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon á bílastæði við Hafnarvogina við Hafnarfjarðarhöfn.

Kompásmenn sýknaðir af kröfu Benna Ólsara

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fréttamennina Kristinn Hrafnsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365, af kröfu Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem betur er þekktur sem Benni Ólsari, en hann stefndi þeim vegna Kompásþáttar sem fjallaði um handrukkun og var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári. Benjamín krafðist 10 milljón króna í miskabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×