Innlent

Brunabíla-Ragnar dæmdur til að greiða fimm milljónir

Ragnar Magnússon við hliðina á einum glæsibílnum sem brann til kaldra kola í umsjá Annþórs Karlssonar.
Ragnar Magnússon við hliðina á einum glæsibílnum sem brann til kaldra kola í umsjá Annþórs Karlssonar.

Fyrrum skemmtistaðaeigandinn Ragnar Magnússon, stundum kallaður Brunabílaragnar, var dæmdur, ásamt konu, bróður og föður, til þess að greiða Ölgerð Egils Skallagrímssonar fimm milljónir vegna ógreiddra reikninga.

Hvorki Ragnar né annar úr fjölskyldu hans mættu niður í héraðsdóm til þess að vera viðstaddur dómsuppsöguna. Upphafleg krafa Ölgerðarinnar hljóðaði upp á sex og hálfa milljón króna.

Skuldin gagnvart Ölgerðinni var tilkominn eftir að Ragnar rak skemmtistaðinn Café Oliver. Svo virðist sem skemmtistaðurinn hafi verið dramatískur örlagavaldur í lífi Ragnars því hann sakaði fyrrum eigendur staðarins, um að hafa sigað handrukkara á sig. Það var aldrei sannað þrátt fyrir að Ragnar lagði inn kæru þess eðlis hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Hann vildi þá meina að hann hefði verið þvingaður til þess að afsala sér staðnum til fyrri eiganda.

Ragnar varð landsþekktur eftir rimmu sína við meinta handrukkarann Benjamín Þór Þorgrímsson, stundum kallaður Benni Ólsari. Kompás náði myndskeiði af Benjamíni að ganga hrottalega í skrokk á Ragnari en árásin, auk tveggja annarra, voru kærðar til lögreglu og eru nú fyrir Héraðsdómi.

Að auki átti hann fjölmarga glæsibíla sem brunnu í Vogunum haustið 2007 en lögreglan rannsakaði málið sem íkveikju. Tugmilljóna tjón varð af brunanum en aldrei fannst brennuvargurinn. Bílarnir voru geymdi á bílaplani í umsjá handrukkarans Annþórs Karlssonar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×