Innlent

Ekki útilokað að lögreglumaðurinn snúi aftur til starfa

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglumaðurinn var í gær dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir handtökuna.
Lögreglumaðurinn var í gær dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir handtökuna. Vísir
Ekki er útilokað að lögreglumaðurinn sem í gær var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi snúi aftur til starfa hjá lögreglunni. Þetta segir Snorri Snorrason, formaður Landssambands lögreglumanna, aðspurður um stöðu lögreglumannsins. Hann segir að fundað verði á næstu dögum um framtíð lögreglumannsins hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglumaðurinn var í Hæstarétti dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða bætur til konu fyrir harkalega handtöku. Atvikið vakti mikla athygli en myndband náðist af handtökunni, sem átti sér stað á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir dómi var meðal annars tekist á um hvort að þær aðferðir sem lögreglumaðurinn beitti hefðu verið réttmætar.

Í dómi Hæstaréttar segir að þegar litið er til ástands konunnar, en hún var verulega ölvuð, og ástæðu þess að hún var handtekin, sé það mat dómsins að ákærði hafi farið offorsi við handtökuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×