Innlent

Leggur til að flytja stofnanir norður í land

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. Vísir/Pjetur
Sérstök landshlutanefnd ríkisstjórnarinnar fyrir Norðurland vestra hefur lagt fram tillögur um að flytja nokkrar af stofnunum ríkisins í þann landshluta. Á meðal tillagna nefndarinnar er að flytja rekstur skipa Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð og Rarik á Sauðárkrók. RÚV greindi fyrst frá á málinu í kvöld.

Formaður nefndarinnar er Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði. Þá á Ásmundur Einar Daðason sæti í nefndinni en hann er þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.

Talið er að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu lítt hrifnir af tillögum nefndarinnar, sem þykja frekar róttækar, en talið er að kostnaður við að flytja stofnanirnar norður í land hlaupi á hundruðum milljóna króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×