Innlent

Réðust á 13 ára stúlku og mömmu hennar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konurnar voru handteknar og gista nú fangageymslur.
Konurnar voru handteknar og gista nú fangageymslur. Vísir/Anton Brink
Tvær ungar konur, 17 og 19 ára, veittust að 13 ára stúlku í Breiðholti í gærkvöldi og tóku farsímann hennar.

Móðir stúlkunnar fór á eftir ungu konunum en þá réðust þær á hana og náðu meðal annars að skemma gleraugun hennar.

Síðar um nóttina handtók lögreglan stúlkurnar og gista þær nú fangageymslur.

Þá var maður handtekinn í Bankastræti í gærkvöldi grunaður um líkamsárás. Tveir menn voru svo handteknir í miðborginni í nótt, báðir grunaðir um að hafa slegið dyraverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×